Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 15:07 Salurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Jelly Boy lyfti melónunni upp. Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Jelly Boy the Clown heitir Eric Broomfield og er búsettur á Íslandi þar sem hann á fjölskyldu. Hann hefur verið í sviðslistabransanum í New York í fimmtán ár og komið fram á ýmsum sýningum hér á landi, meðal annars Coney Iceland - Circus Sideshow. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2018 og kynntist eiginkonu sinni, Aðalheiði. Eftir það var ekki snúið og hefur hann búið hér síðan. Gerir stórhættulega hluti Jelly Boy er enginn venjulegur trúður, heldur fer hann létt með að gera hluti sem eru stórhættulegir, líkt og að gleypa sverð svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár unnið með íslensku sviðslistafólki líkt og Margréti Erlu Maack, Azel Diego og Lalla töframanni. Simon Cowell leist ekkert á blikuna þegar tengdasonur Íslands steig á sviðið. Hann sagðist raunar hata trúða. Þá voru meðdómarar hans þau Sofia Vergara, Heidi Klum, Howie Mendel og kynnirinn Terry Crews ekkert spenntari fyrir Jelly Boy. Sá átti þó sannarlega eftir að snúa áliti hópsins og salsins sér í vil, líkt og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Athugið að atriðið er ekki fyrir viðkvæma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jelly Boy the Clown heitir Eric Broomfield og er búsettur á Íslandi þar sem hann á fjölskyldu. Hann hefur verið í sviðslistabransanum í New York í fimmtán ár og komið fram á ýmsum sýningum hér á landi, meðal annars Coney Iceland - Circus Sideshow. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2018 og kynntist eiginkonu sinni, Aðalheiði. Eftir það var ekki snúið og hefur hann búið hér síðan. Gerir stórhættulega hluti Jelly Boy er enginn venjulegur trúður, heldur fer hann létt með að gera hluti sem eru stórhættulegir, líkt og að gleypa sverð svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár unnið með íslensku sviðslistafólki líkt og Margréti Erlu Maack, Azel Diego og Lalla töframanni. Simon Cowell leist ekkert á blikuna þegar tengdasonur Íslands steig á sviðið. Hann sagðist raunar hata trúða. Þá voru meðdómarar hans þau Sofia Vergara, Heidi Klum, Howie Mendel og kynnirinn Terry Crews ekkert spenntari fyrir Jelly Boy. Sá átti þó sannarlega eftir að snúa áliti hópsins og salsins sér í vil, líkt og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Athugið að atriðið er ekki fyrir viðkvæma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira