„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:06 Sigursteinn Arndal hefur Íslandsmeistarabikarinn á loft. vísir/diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira