„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:12 Mínusmenn fá ekki nóg af því að spila saman. Íris Dögg Einarsdóttir Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“ Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“
Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira