„Gerist ekki grátlegra“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:44 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, og Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari, fara yfir málin á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira