Jökull nýr framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2024 22:16 Jókull Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri RÍSÍ sem hefur meðal annars staðið fyrir Ljósleiðaradeildinni og Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Jökull Jóhannson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Hann hefur nú þegar hafið störf hjá sambandinu. Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Rafíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.
Rafíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira