Þættirnir eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski en byggja einnig á misvinsælum tölvuleikjum sem gerðir voru eftir bókunum. Fyrstu þættirnir voru sýndir árið 2019 og nutu mikilla vinsælda.
Í söguheimi bókanna, leikjanna og þáttanna átti sér stað atburður sem blandaði saman íbúum margra vídda og við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.
„Witcher“ er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli.
Þegar Cavill hætti ætlaði hann sér að fara að leika Superman á nýjan leik en það gekk ekki eftir hjá honum. Ráðning Hemsworth féll upprunalega ekki vel í kramið hjá áhorfendum en fregnir hafa borist af því að Cavill, sem naut mikilla vinsælda í hlutverkinu, hafi deilt við forsvarsmenn þáttanna.
Sjá einnig: Cavill kveður Geralt af Riviu
Hemsworth heyrist ekki tala í kitlunni en Geralt er með nokkuð einkennandi rödd, bæði í tölvuleikjunum og hingað til í þáttunum.