Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Ótrúlega mörgu fólki finnst erfitt að segja Nei og viðurkenna það jafnvel að kunna eiginlega ekki að segja Nei. Til að bæta gráu ofan á svart, fær fólk síðan samviskubit þegar það loksins segir Nei! Í dag lærum við þá kúnst að segja Nei í vinnunni, án þess að fá samviskubit. Vísir/Getty Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. Eigum erfiðara með að leysa úr verkefnum, klára allt sem þarf að gera, sinna öllu eins vel og við viljum, gefa okkur tímann sem við þurfum í verkefni og svo framvegis. Samt…. Þegar við síðan loksins herðum okkur upp í að segja Nei við einhverju í vinnunni, jafnvel með löngum útskýringum hvers vegna, þá fáum við samviskubit yfir því að hafa sagt Nei! Ekki laust við að okkur finnist þetta ekki vinnandi vegur…. Eða hvað? Auðvitað eru góð ráð við þessu eins og flestu öðru. Enda er þetta einfaldlega upplifun sem mjög margir glíma við: Að kunna ekki nógu vel að segja Nei. Og fá síðan samviskubit ef þeir segja Nei. Alls kyns vangaveltur koma upp í hugann: Ég get ekki sagt Nei vegna þess að þá heldur hún/hann að ég sé ekki nógu liðleg/ur, dugleg/ur, almennileg/ur. Ég hljóma þá eins og einhver prímadonna. Að ég sé að setja mig á háan hest. Mig langar til að vera hjálpleg/ur. Mig langar til að hann/hún kunni vel við mig. Þótt það felist ákveðin kúnst í því að læra að segja Nei oftar, án þess að fá samviskubit, er það vel þess virði. Því stressið sem getur yfirtekið okkur þegar okkur finnst við vera með of marga bolta á lofti til þess að geta staðið okkur vel, er heldur ekki góð staða að vera í. Eins getur það gerst að vegna þess að við segjum ekki Nei, bitnar það á einhverju öðru sem við vorum búin að lofa okkur í. Hvort heldur í vinnunni eða heima fyrir. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Að segja sannleikann…. Strax Sannleikurinn er sagna bestur segir máltækið og í þessu snýst málið um að segja bara satt frá strax. Ekki bíða með að ræða hlutina þar til tíminn er orðinn naumur eða að láta aðra halda að við munum sjá um eitthvað þar til á síðustu stundu. Það er verra fyrir alla. Nei, hér gildir að reyna að venja okkur á það á jákvæðan hátt að láta vita eins fljótt og auðið er, að við verðum að láta eitthvað verkefni frá okkur. Og segja Nei. 2. Já – Nei – Já aðferðin Í bókinni the Power of a Positive No: How to Say No and Still Get to Yes, kennir höfundur bókarinnar lesendum hina svo kölluðu Já – Nei – Já aðferð. Í stuttu máli felst aðferðin í því að segja Nei á jákvæðan hátt, með því að standa með okkur sjálfum, segja Nei til að setja skýr mörk en koma Já-inu að með tillögu að nýrri lausn eða útfærslu. Höfundur bókarinnar, William Ury, er prófessor við Harvard háskóla og hann tiltekur eftirfarandi dæmi til leiðbeiningar um hvernig Já – Nei – Já aðferðin getur virkað. Dæmið er svona: Ímyndum okkur að góður vinur hafi samband og segi þér að hann/hún hafi sótt um vinnu hjá fyrirtækinu sem þú vinnur hjá. Vinur þinn spyr hvort þú sért ekki til í að ræða við mannauðsstjórann og leggja inn gott orð fyrir þig. Sem þú áttar þig strax á að þér finnst frekar óþægilegt. Í staðinn fyrir að segja Nei, nýtir þú þér Já – Nei – Já aðferðina og leysir úr málum svona: „Frábært að þú hafir sótt um! Ég get því miður ekki rætt við mannauðsstjórann um þetta. Hins vegar gæti ég tengt þig saman við XXX sem sinnti þessu starfi áður og getur pottþétt gefið þér einhver góð ráð.“ Þarna ertu að leggja til lausn sem þér líður vel með og það er þitt Já. Þú ert líka að opna á samtalið með jákvæðum hætti. Á sama tíma segir þú Nei og passar upp á að koma sjálfum þér ekki í óþægilegar aðstæður. 3. Að úthluta í ýmsum útfærslum Loks er það listin að úthluta verkefnum. Það felst ekkert endilega í því að fá einhvern annan til að gera eitthvað sem þú ert beðin/n um, heldur líka að koma með tillögur að því hvað viðkomandi gæti gert til að leysa úr málum. Dæmi: Það er einhver sem spyr þig um eitthvað sem þú ert ekki með svörin á hreinu um. Þó viltu aðstoða. Í staðinn fyrir að fara á hvolf í upplýsingaöflun fyrir viðkomandi, gætir þú svarað: „Já frábær punktur. Ég myndi prófa að skoða upplýsingarnar sem þeir eru með á vefsíðunni DDD og athuga hvort þú finnur eitthvað um þetta þar.“ Loks er ágætt að hafa í huga að þegar að við segjum Nei við einhverju í vinnunni, erum við ekki að segja Nei við fólkið, eins og það sé einhver persónuleg höfnun. Nei-ið okkar þýðir einfaldlega Nei við því verkefni sem verið er að biðja okkur um. Í hverju svo sem það felst síðan. Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01 Algengt að starfsfólk læri ekki af mistökum Það er svo auðvelt að geta bent öðrum á að líta á mistök sem eitthvað til að læra af. Og enn auðveldara að segjast sjálf hafa lært af einhverjum mistökum þegar við lítum í baksýnisspegilinn. 4. apríl 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Eigum erfiðara með að leysa úr verkefnum, klára allt sem þarf að gera, sinna öllu eins vel og við viljum, gefa okkur tímann sem við þurfum í verkefni og svo framvegis. Samt…. Þegar við síðan loksins herðum okkur upp í að segja Nei við einhverju í vinnunni, jafnvel með löngum útskýringum hvers vegna, þá fáum við samviskubit yfir því að hafa sagt Nei! Ekki laust við að okkur finnist þetta ekki vinnandi vegur…. Eða hvað? Auðvitað eru góð ráð við þessu eins og flestu öðru. Enda er þetta einfaldlega upplifun sem mjög margir glíma við: Að kunna ekki nógu vel að segja Nei. Og fá síðan samviskubit ef þeir segja Nei. Alls kyns vangaveltur koma upp í hugann: Ég get ekki sagt Nei vegna þess að þá heldur hún/hann að ég sé ekki nógu liðleg/ur, dugleg/ur, almennileg/ur. Ég hljóma þá eins og einhver prímadonna. Að ég sé að setja mig á háan hest. Mig langar til að vera hjálpleg/ur. Mig langar til að hann/hún kunni vel við mig. Þótt það felist ákveðin kúnst í því að læra að segja Nei oftar, án þess að fá samviskubit, er það vel þess virði. Því stressið sem getur yfirtekið okkur þegar okkur finnst við vera með of marga bolta á lofti til þess að geta staðið okkur vel, er heldur ekki góð staða að vera í. Eins getur það gerst að vegna þess að við segjum ekki Nei, bitnar það á einhverju öðru sem við vorum búin að lofa okkur í. Hvort heldur í vinnunni eða heima fyrir. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Að segja sannleikann…. Strax Sannleikurinn er sagna bestur segir máltækið og í þessu snýst málið um að segja bara satt frá strax. Ekki bíða með að ræða hlutina þar til tíminn er orðinn naumur eða að láta aðra halda að við munum sjá um eitthvað þar til á síðustu stundu. Það er verra fyrir alla. Nei, hér gildir að reyna að venja okkur á það á jákvæðan hátt að láta vita eins fljótt og auðið er, að við verðum að láta eitthvað verkefni frá okkur. Og segja Nei. 2. Já – Nei – Já aðferðin Í bókinni the Power of a Positive No: How to Say No and Still Get to Yes, kennir höfundur bókarinnar lesendum hina svo kölluðu Já – Nei – Já aðferð. Í stuttu máli felst aðferðin í því að segja Nei á jákvæðan hátt, með því að standa með okkur sjálfum, segja Nei til að setja skýr mörk en koma Já-inu að með tillögu að nýrri lausn eða útfærslu. Höfundur bókarinnar, William Ury, er prófessor við Harvard háskóla og hann tiltekur eftirfarandi dæmi til leiðbeiningar um hvernig Já – Nei – Já aðferðin getur virkað. Dæmið er svona: Ímyndum okkur að góður vinur hafi samband og segi þér að hann/hún hafi sótt um vinnu hjá fyrirtækinu sem þú vinnur hjá. Vinur þinn spyr hvort þú sért ekki til í að ræða við mannauðsstjórann og leggja inn gott orð fyrir þig. Sem þú áttar þig strax á að þér finnst frekar óþægilegt. Í staðinn fyrir að segja Nei, nýtir þú þér Já – Nei – Já aðferðina og leysir úr málum svona: „Frábært að þú hafir sótt um! Ég get því miður ekki rætt við mannauðsstjórann um þetta. Hins vegar gæti ég tengt þig saman við XXX sem sinnti þessu starfi áður og getur pottþétt gefið þér einhver góð ráð.“ Þarna ertu að leggja til lausn sem þér líður vel með og það er þitt Já. Þú ert líka að opna á samtalið með jákvæðum hætti. Á sama tíma segir þú Nei og passar upp á að koma sjálfum þér ekki í óþægilegar aðstæður. 3. Að úthluta í ýmsum útfærslum Loks er það listin að úthluta verkefnum. Það felst ekkert endilega í því að fá einhvern annan til að gera eitthvað sem þú ert beðin/n um, heldur líka að koma með tillögur að því hvað viðkomandi gæti gert til að leysa úr málum. Dæmi: Það er einhver sem spyr þig um eitthvað sem þú ert ekki með svörin á hreinu um. Þó viltu aðstoða. Í staðinn fyrir að fara á hvolf í upplýsingaöflun fyrir viðkomandi, gætir þú svarað: „Já frábær punktur. Ég myndi prófa að skoða upplýsingarnar sem þeir eru með á vefsíðunni DDD og athuga hvort þú finnur eitthvað um þetta þar.“ Loks er ágætt að hafa í huga að þegar að við segjum Nei við einhverju í vinnunni, erum við ekki að segja Nei við fólkið, eins og það sé einhver persónuleg höfnun. Nei-ið okkar þýðir einfaldlega Nei við því verkefni sem verið er að biðja okkur um. Í hverju svo sem það felst síðan.
Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00 Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01 Algengt að starfsfólk læri ekki af mistökum Það er svo auðvelt að geta bent öðrum á að líta á mistök sem eitthvað til að læra af. Og enn auðveldara að segjast sjálf hafa lært af einhverjum mistökum þegar við lítum í baksýnisspegilinn. 4. apríl 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00
Endurgjöf: Það sem þú átt ekki að gera Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft. 26. apríl 2024 07:02
Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. 19. apríl 2024 07:00
Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01
Algengt að starfsfólk læri ekki af mistökum Það er svo auðvelt að geta bent öðrum á að líta á mistök sem eitthvað til að læra af. Og enn auðveldara að segjast sjálf hafa lært af einhverjum mistökum þegar við lítum í baksýnisspegilinn. 4. apríl 2024 07:00