Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2024 10:02 Berglind Óskarsdóttir fata- og fylgihlutahönnuður í Mílanó segir krökkunum hennar þremur finnast hálf hallærislegt hversu vel hún kann Friends þættina utan af. Sem hún horfði oft á sem unglingur og elskar enn. Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég stilli klukkuna alltaf 6:45 en ligg yfirleitt til klukkan sjö, síðustu ár hef ég vanið mig á hugleiða á þessum tíma og leggja áherslu á jákvæðni og þakklæti áður en ég stend upp. Það setur vissulega tóninn inn í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Núna þar sem börnin eru öll orðin svo stór þá eru morgnarnir mun auðveldari en áður fyrr, allir sjá um sig sjálfir og eru búnir að undirbúa sig kvöldið áður. En ég vek dóttir mína og vill hún alltaf knúsast aðeins og það er dýrmætur tími. Svo fæ ég mér kaffibolla, les fréttir og skrolla instagram, helst út í garði og hlusta á fuglana syngja. Það er orðið svo hlýtt og eru það mikil forréttindi að vera á jarðhæð með friðsælan garð inn í stórborginni.“ Hvaða bíómynd eða sjónvarpsþátt gastu horft á endalaust og aftur og aftur sem unglingur? Ég gat og get enn horft á Friends endalaust. Núna horfi ég á þá með krökkunum mínum og þeim finnst smá hallærislegt hvað ég kann þættina utan af.“ Berglind elskar að drekka morgunbollann sinn úti í garði þar sem sólin skín og fuglarnir syngja. Á Ítalíu er skylda að fylgja krökkum að skólahliðinu í skólann og sækja þau og tekur vinnudagurinn og allt skipulag svolítið mið af því hvenær hún sækir dóttur sína. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hef starfað í vörumerkjaþróun síðastliðið ár þar sem ég hef aðallega verið að vinna fyrir ítalskt „high jewellery“ skartgripa fyrirtæki. Þar starfa ég helst við eftirvinnslu ljósmynda, grafíska hönnun, undirbúning á viðburðum og myndatökum, ég bý til markaðsefni fyrir samfélagsmiðla og allskonar skemmtileg en ólík verkefni. Það hefur verið dýrmæt reynsla og mjög áhugavert að læra um alla skartgripina, efnisvið þeirra og virði. Ég tek einnig að mér freelance verkefni úr mismunandi áttum og finnst mér alltaf gaman að vinna slík verkefni fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga. Til að mynda var ég nýlega að skila af mér verkefni fyrir UAK þar sem ég hannaði ráðstefnupokann fyrir félagið í ár. Heimurinn er mun opnari fyrir fjarvinnu í dag og finnst mér frábært að geta verið í tengslum við heimalandið mitt á þennan hátt. Árið 2019 gaf ég út mitt eigið merki, Bibi &Bella en þar hanna ég vandaðar yfirhafnir á stelpur. Því miður hafði covid áhrif á framvinduna á þessu verkefni og hef ég því verið eingöngu að sinna sérpöntunum fyrir sérstök tilefni en ég stefni á að taka þetta concept lengra og er í frítíma mínum að endurvekja það.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Á Ítalíu er nauðsynlegt að fylgja börnunum í skólann þegar þau eru í barnaskóla og lokar skólinn hliðunum kl 8:40. Einnig er nauðsynlegt að sækja börnin og getur ekki hver sem er sótt, aðeins þeir semeru sérstaklega skráðir og verður viðkomandi að vera orðinn 18 ára. Ég fylgi því þessu stranga fyrirkomulagi,að minnsta kosti á meðan yngsta barnið er enn á þessu skólastigi. Því byrjar vinnudagurinn minn eftir að ég hjóla með Stellu í skólann. Þegar ég kem svo heim aftur sest ég niður við tölvuna og vinn verkefni dagsins þar tilað strákarnir mínir koma heim úr skólunum sínum sem er um klukkan þrjú. Þá fara önnur verkefni heimilins í gang þar til ég sæki Stellu á ný.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég slekk alltaf ljósin klukkan tíu og reyni að halda mig við að fara að sofa þá en það endar yfirleitt aðeins síðar því mér finnst gott að fá smá tíma fyrir sjálfa mig þegar krakkarnir eru sofnaðir.“ Kaffispjallið Friends Tengdar fréttir Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég stilli klukkuna alltaf 6:45 en ligg yfirleitt til klukkan sjö, síðustu ár hef ég vanið mig á hugleiða á þessum tíma og leggja áherslu á jákvæðni og þakklæti áður en ég stend upp. Það setur vissulega tóninn inn í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Núna þar sem börnin eru öll orðin svo stór þá eru morgnarnir mun auðveldari en áður fyrr, allir sjá um sig sjálfir og eru búnir að undirbúa sig kvöldið áður. En ég vek dóttir mína og vill hún alltaf knúsast aðeins og það er dýrmætur tími. Svo fæ ég mér kaffibolla, les fréttir og skrolla instagram, helst út í garði og hlusta á fuglana syngja. Það er orðið svo hlýtt og eru það mikil forréttindi að vera á jarðhæð með friðsælan garð inn í stórborginni.“ Hvaða bíómynd eða sjónvarpsþátt gastu horft á endalaust og aftur og aftur sem unglingur? Ég gat og get enn horft á Friends endalaust. Núna horfi ég á þá með krökkunum mínum og þeim finnst smá hallærislegt hvað ég kann þættina utan af.“ Berglind elskar að drekka morgunbollann sinn úti í garði þar sem sólin skín og fuglarnir syngja. Á Ítalíu er skylda að fylgja krökkum að skólahliðinu í skólann og sækja þau og tekur vinnudagurinn og allt skipulag svolítið mið af því hvenær hún sækir dóttur sína. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hef starfað í vörumerkjaþróun síðastliðið ár þar sem ég hef aðallega verið að vinna fyrir ítalskt „high jewellery“ skartgripa fyrirtæki. Þar starfa ég helst við eftirvinnslu ljósmynda, grafíska hönnun, undirbúning á viðburðum og myndatökum, ég bý til markaðsefni fyrir samfélagsmiðla og allskonar skemmtileg en ólík verkefni. Það hefur verið dýrmæt reynsla og mjög áhugavert að læra um alla skartgripina, efnisvið þeirra og virði. Ég tek einnig að mér freelance verkefni úr mismunandi áttum og finnst mér alltaf gaman að vinna slík verkefni fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga. Til að mynda var ég nýlega að skila af mér verkefni fyrir UAK þar sem ég hannaði ráðstefnupokann fyrir félagið í ár. Heimurinn er mun opnari fyrir fjarvinnu í dag og finnst mér frábært að geta verið í tengslum við heimalandið mitt á þennan hátt. Árið 2019 gaf ég út mitt eigið merki, Bibi &Bella en þar hanna ég vandaðar yfirhafnir á stelpur. Því miður hafði covid áhrif á framvinduna á þessu verkefni og hef ég því verið eingöngu að sinna sérpöntunum fyrir sérstök tilefni en ég stefni á að taka þetta concept lengra og er í frítíma mínum að endurvekja það.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Á Ítalíu er nauðsynlegt að fylgja börnunum í skólann þegar þau eru í barnaskóla og lokar skólinn hliðunum kl 8:40. Einnig er nauðsynlegt að sækja börnin og getur ekki hver sem er sótt, aðeins þeir semeru sérstaklega skráðir og verður viðkomandi að vera orðinn 18 ára. Ég fylgi því þessu stranga fyrirkomulagi,að minnsta kosti á meðan yngsta barnið er enn á þessu skólastigi. Því byrjar vinnudagurinn minn eftir að ég hjóla með Stellu í skólann. Þegar ég kem svo heim aftur sest ég niður við tölvuna og vinn verkefni dagsins þar tilað strákarnir mínir koma heim úr skólunum sínum sem er um klukkan þrjú. Þá fara önnur verkefni heimilins í gang þar til ég sæki Stellu á ný.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég slekk alltaf ljósin klukkan tíu og reyni að halda mig við að fara að sofa þá en það endar yfirleitt aðeins síðar því mér finnst gott að fá smá tíma fyrir sjálfa mig þegar krakkarnir eru sofnaðir.“
Kaffispjallið Friends Tengdar fréttir Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01
Ljúfustu stundirnar þegar allir eru saman í hjónarúminu Vigdís Diljá Óskarsdóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála Alcoa á Íslandi, segist þora að fullyrða að partígestir að austan kunni upp til hópa allir að dansa við ákveðinn indverskan popp slagara. 20. apríl 2024 10:00
„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00
Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00