MANOWAR til Íslands í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 12:37 Sveitin er þekkt fyrir rosalega tónleika. Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“ Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira