Sport

Viktor Hovland gleymdi í smá­stund hvernig maður púttar

Siggeir Ævarsson skrifar
Viktor Hovland meðan allt gekk upp í Ryder bikarnum
Viktor Hovland meðan allt gekk upp í Ryder bikarnum Vísir/Getty

Norðmaðurinn Viktor Hovland er fallinn úr leik á Masters-mótinu á Augusta-vellinum eftir nokkuð skrautlega frammistöðu í gær.

Hovland þurfti ansi mörg högg til að klára sumar holur dagsins. Eftir að hafa farið fyrstu holuna á einum yfir pari fékk hann þrefaldan skolla á 2. holu eftir að hafa farið út af brautinni og slegið svo í tré í kjölfarið.

Hann fékk svo tvöfaldan skolla bæði á 4. og 15. holu en það pútt er eitt það skrautlegasta sem sést hefur á stórmóti í einhvern tíma.

Hovland, sem fór á kostum í Ryder-bikarnum í fyrra þar sem hann fór meðal annars holu í höggi á æfingahring, hefur því lokið leik á Masters-mótinu að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×