Tækniskólinn kominn í úrslit Framhaldsskólaleikanna Arnar Gauti Bjarkason skrifar 9. apríl 2024 12:00 FRÍS, Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasabands Íslands, er keppni þar sem bestu rafíþróttamenn framhaldsskóla landsins etja kappi í hinum ýmsu leikjum. Fyrstu undanúrslitin í FRÍS, Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands, hófust síðastliðinn miðvikudag kl.19:30 þar sem Tækniskólinn atti kappi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Keppt var í leikjunum Rocket League, Counter-Strike og Valorant. Viðureignirnar voru gífurlega spennandi þar sem að báðir skólarnir eru þeir einu sem hafa unnið FRÍS í gegnum tíðina en Tækniskólinn hefur unnið leikana tvisvar, árin 2021 og 2022, en Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi vann leikana á síðasta ári. Mætti því segja að 2 bestu skólar landsins mættust þetta kvöld. Tækniskólinn bar sigur úr býtum að lokum sem þýðir að núverandi sigurvegari FRÍS, FVA, er dottinn úr leik. Tækniskólinn er því búinn að tryggja sér sæti í úrslitum sem munu eiga sér stað þann 17. apríl en þar munu þeir annaðhvort mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands eða Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Tækniskólinn vann Rocket League viðureignina 2-0 en fyrsti leikurinn fór 3-1 og sá seinni 3-0 Tækniskólanum í hag. Einnig vann Tækniskólinn Valorant 13-9 þar sem kortið ,,Ascent” varð fyrir valinu og byrjuðu FVA á attackers. Þrátt fyrir að Tækniskólinn hafði þegar tryggt sigurinn með að vinna Valorant og Rocket League kepptu liðin engu að síður í Counter-Strike 2 en sá leikur fór 13-3 fyrir Tækniskólanum. Kortið ,,Ancient” varð fyrir valinu og völdu FVA varnarhelming. Leikirnir voru sýndir í beinni útsendingu á streymisrás RÍSÍ og á Stöð 2 Esports. Leiklýsendur kvöldsins voru Kristján Einar, Egill Ploder og Kristófer Óli. Viðureign FG og FSu mun eiga sér stað 10. apríl og verður hægt að fylgjast með henni á streymisrás RÍSÍ og á Stöð 2 Esports. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti
Viðureignirnar voru gífurlega spennandi þar sem að báðir skólarnir eru þeir einu sem hafa unnið FRÍS í gegnum tíðina en Tækniskólinn hefur unnið leikana tvisvar, árin 2021 og 2022, en Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi vann leikana á síðasta ári. Mætti því segja að 2 bestu skólar landsins mættust þetta kvöld. Tækniskólinn bar sigur úr býtum að lokum sem þýðir að núverandi sigurvegari FRÍS, FVA, er dottinn úr leik. Tækniskólinn er því búinn að tryggja sér sæti í úrslitum sem munu eiga sér stað þann 17. apríl en þar munu þeir annaðhvort mæta Fjölbrautaskóla Suðurlands eða Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Tækniskólinn vann Rocket League viðureignina 2-0 en fyrsti leikurinn fór 3-1 og sá seinni 3-0 Tækniskólanum í hag. Einnig vann Tækniskólinn Valorant 13-9 þar sem kortið ,,Ascent” varð fyrir valinu og byrjuðu FVA á attackers. Þrátt fyrir að Tækniskólinn hafði þegar tryggt sigurinn með að vinna Valorant og Rocket League kepptu liðin engu að síður í Counter-Strike 2 en sá leikur fór 13-3 fyrir Tækniskólanum. Kortið ,,Ancient” varð fyrir valinu og völdu FVA varnarhelming. Leikirnir voru sýndir í beinni útsendingu á streymisrás RÍSÍ og á Stöð 2 Esports. Leiklýsendur kvöldsins voru Kristján Einar, Egill Ploder og Kristófer Óli. Viðureign FG og FSu mun eiga sér stað 10. apríl og verður hægt að fylgjast með henni á streymisrás RÍSÍ og á Stöð 2 Esports.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti