Hans er kröftug skytta og varnarmaður, sem skorað hefur 67 mörk fyrir Selfoss í vetur, í 21 leik. Hann er markahæsti leikmaður liðsins sem í gær féll niður í Grill 66-deildina, þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
Stjörnumenn eru í 8. sæti Olís-deildarinnar og búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þjálfari þeirra, Hrannar Guðmundsson, fagnar því að hafa nælt í Hans.
„Ég er hrikalega ánægður með að hafa fengið Hans til okkar í Stjörnuna. Hans er mikil fyrirmynd fyrir okkar yngri leikmenn um hvernig á að æfa og leggur mikið á sig. Hans er mikil styrking fyrir okkur og verður hriklalega gaman að sjá Hans í Stjörnubúning næsta vetur,“ segir Hrannar í fréttatilkynningu Stjörnunnar.
Stjörnumenn geta enn komist upp í 7. sæti Olís-deildarinnar með sigri gegn Víkingi í lokaumferðinni á föstudaginn, ef KA tapar gegn FH á útivelli, og þá myndu þeir mæta Val í 8-liða úrslitum. Annars mætir Stjarnan deildarmeisturum FH.