Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Leikurinn var æsispennandi og endaði venjulegur leiktími jafn, 12-12. Leikurinn fór í framlengingu en enn var jafnt að henni lokinni. Í annarri framlengingu gerðu Saga þó ekki mistök og sigruðu leikinn að lokum, 15-19.
Annar leikur viðureignarinnar fór fram á Anubis. Sögumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þriggja lota forystu en Þórsarar voru fljótir að jafna leikinn. Leikurinn reyndist afar jafn eins og sá fyrri, en staðan var 9-9 eftir átján lotur. Sigrar Þór urðu ekki fleiri og SAGA sigruðu því leikinn 9-13 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik Stórmeistaramótsins á morgun.
Mótherjar Sögu munu ráðast í seinni leiks kvöldsins sem hefst nú kl. 21:00, NOCCO Dusty vs. Aurora.
Stórmeistaramótinu lýkur annað kvöld með úrslitakvöldi á ARENA Gaming.