Spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion í framleiðslu í sumar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 16:17 Hörður Rúnarsson, Ólafur Darri Ólafsson og Birkir Blær Ingólfsson eru meðal framleiðenda þáttaraðarinnar. Íslenska þáttaröðin Reykjavík Fusion verður framleidd í sameiningu af hinni virtu fransk-þýsku sjónvarpsstöðinni ARTE og íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu ACT4. Tökur á seríunni hefjast seint í sumar en serían verður sýnd á Stöð 2 hér á landi. Í tilkynningu kemur fram að þáttaröðin verði alíslensk. Þar er sagt frá matreiðslumeistara sem reynir að koma lífi sínu og tilveru á réttan kjöl og vinna traust fjölskyldu sinnar eftir fangelsisvist. Glæpamannsstimpillinn loðir hinsvegar við hann og dyr samfélagsins standa hvarvetna lokaðar. Hann grípur til þess ráðs að þiggja illa fengið fé frá félaga sínum úr fangelsi til að stofna sinn eigin lúxus-matsölustað gegn loforði um að þvætta pening í gegnum reksturinn. Þetta stofnar skilorði hans í hættu og síðarmeir lífi hans og fjölskyldu. Fyrsta serían úr smiðju ACT4 Hugmyndasmiður þáttanna er Hörður Rúnarsson. Hann skrifar þáttaröðina ásamt handritahöfundinum Birki Blæ Ingólfssyni. Tilkynnt var um aðkomu ARTE að verkefninu á sjónvarpshátíðinni Series Mania í Lille. Þáttaröðin verður sú fyrsta sem ACT4 sendir frá sér en fyrirtækið var stofnað árið 2023 af fjórum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Félagið var stofnað um þá skýru sýn að þróa og fjármagna framleiðslu á vönduðu íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Félagið leggur áherslu á skrif og þróun í hverju verkefni svo að efnið sem frá fyrirtækinu kemur sé vandað. Plakat fyrir þáttaröðina. „Það er mér sönn ánægja og heiður að fá jafn-virtan og reyndan samstarfsaðila og ARTE um borð í fyrsta verkefnið okkar hjá ACT4. Teymið okkar hefur lagt hjarta og sál í þetta verkefni sem verður um margt einstakt í íslenskri sjónvarpsflóru og það eru forréttindi að fá að sýna Evrópu það á miðlum ARTE,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4. Eigendur ACT4 eru Ólafur Darri Ólafsson, sem er landskunnur leikari og þekktur fyrir verkefni á borð við Ófærð, Ráðherrann, The Secret Life of Walter Mitty og True Detective, Hörður Rúnarsson sem komið hefur að verkefnum á borð við Svörtu Sanda, Vitjanir og Venjulegt fólk, Jónas Margeir Ingólfsson sem starfað hefur sem lögfræðingur og ráðgjafi við kvikmyndaverkefni og skrifað þætti á borð við Ráðherrann, Ísalög og Stellu Blómkvist 2 og Birkir Blær Ingólfsson sem er verðlaunahöfundur og skrifað þætti á borð við Ráðherrann og Ísalög. Félagið hefur fleiri verkefni í smiðju sinni. Það var stofnað með fulltingi innlendra og erlendra fjárfesta sem tryggðu fyrirtækinu rekstrargrundvöll til að byrja með. Sería sem gerist í Reykjavík að sumarlagi „Við erum himinlifandi að fá að vinna með dásamlega teyminu hjá ACT4 að þessu einstaka verki sem gefur okkur tækifæri til að bjóða áhorfendum okkar upp á bjarta, íslenska þáttaröð sem gerist í Reykjavík að sumri til,“ segir Virginie Padilla, í dagskrárstjórn hjá ARTE. ARTE er meðal virtari sjónvarpsstöðva Evrópu. Hún er helguð evrópskri menningu og hefur í tímans rás orðið að nokkurs konar gæðamerki fyrir evrópska áhorfendur. Í yfir þrjátíu ár hefur ARTE haft skýra stefnu: að sameina Evrópubúa í gegnum menningarefni. Stöðin er upphaflega fransk-þýskt samstarf en hefur alltaf verið hugsuð fyrir Evrópu í heild og er nú rekin af þeirri sannfæringu - sem er sterkari en nokkru sinni fyrr - að menning, vandaðar sögur og vandaðar upplýsingar séu lykillinn að því að skapa lýðræðislegt almannarými þar sem fólk hefur frelsi til að mynda sér sínar eigin skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að þáttaröðin verði alíslensk. Þar er sagt frá matreiðslumeistara sem reynir að koma lífi sínu og tilveru á réttan kjöl og vinna traust fjölskyldu sinnar eftir fangelsisvist. Glæpamannsstimpillinn loðir hinsvegar við hann og dyr samfélagsins standa hvarvetna lokaðar. Hann grípur til þess ráðs að þiggja illa fengið fé frá félaga sínum úr fangelsi til að stofna sinn eigin lúxus-matsölustað gegn loforði um að þvætta pening í gegnum reksturinn. Þetta stofnar skilorði hans í hættu og síðarmeir lífi hans og fjölskyldu. Fyrsta serían úr smiðju ACT4 Hugmyndasmiður þáttanna er Hörður Rúnarsson. Hann skrifar þáttaröðina ásamt handritahöfundinum Birki Blæ Ingólfssyni. Tilkynnt var um aðkomu ARTE að verkefninu á sjónvarpshátíðinni Series Mania í Lille. Þáttaröðin verður sú fyrsta sem ACT4 sendir frá sér en fyrirtækið var stofnað árið 2023 af fjórum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Félagið var stofnað um þá skýru sýn að þróa og fjármagna framleiðslu á vönduðu íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Félagið leggur áherslu á skrif og þróun í hverju verkefni svo að efnið sem frá fyrirtækinu kemur sé vandað. Plakat fyrir þáttaröðina. „Það er mér sönn ánægja og heiður að fá jafn-virtan og reyndan samstarfsaðila og ARTE um borð í fyrsta verkefnið okkar hjá ACT4. Teymið okkar hefur lagt hjarta og sál í þetta verkefni sem verður um margt einstakt í íslenskri sjónvarpsflóru og það eru forréttindi að fá að sýna Evrópu það á miðlum ARTE,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4. Eigendur ACT4 eru Ólafur Darri Ólafsson, sem er landskunnur leikari og þekktur fyrir verkefni á borð við Ófærð, Ráðherrann, The Secret Life of Walter Mitty og True Detective, Hörður Rúnarsson sem komið hefur að verkefnum á borð við Svörtu Sanda, Vitjanir og Venjulegt fólk, Jónas Margeir Ingólfsson sem starfað hefur sem lögfræðingur og ráðgjafi við kvikmyndaverkefni og skrifað þætti á borð við Ráðherrann, Ísalög og Stellu Blómkvist 2 og Birkir Blær Ingólfsson sem er verðlaunahöfundur og skrifað þætti á borð við Ráðherrann og Ísalög. Félagið hefur fleiri verkefni í smiðju sinni. Það var stofnað með fulltingi innlendra og erlendra fjárfesta sem tryggðu fyrirtækinu rekstrargrundvöll til að byrja með. Sería sem gerist í Reykjavík að sumarlagi „Við erum himinlifandi að fá að vinna með dásamlega teyminu hjá ACT4 að þessu einstaka verki sem gefur okkur tækifæri til að bjóða áhorfendum okkar upp á bjarta, íslenska þáttaröð sem gerist í Reykjavík að sumri til,“ segir Virginie Padilla, í dagskrárstjórn hjá ARTE. ARTE er meðal virtari sjónvarpsstöðva Evrópu. Hún er helguð evrópskri menningu og hefur í tímans rás orðið að nokkurs konar gæðamerki fyrir evrópska áhorfendur. Í yfir þrjátíu ár hefur ARTE haft skýra stefnu: að sameina Evrópubúa í gegnum menningarefni. Stöðin er upphaflega fransk-þýskt samstarf en hefur alltaf verið hugsuð fyrir Evrópu í heild og er nú rekin af þeirri sannfæringu - sem er sterkari en nokkru sinni fyrr - að menning, vandaðar sögur og vandaðar upplýsingar séu lykillinn að því að skapa lýðræðislegt almannarými þar sem fólk hefur frelsi til að mynda sér sínar eigin skoðanir á öllu milli himins og jarðar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira