Öfund í vinnu og afbrýðisamir vinnufélagar Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2024 07:01 Eitt af því sem er svo erfitt við öfund eða afbrýðisemi á vinnustöðum er að hún öfund getur verið svo ósýnileg, þó svo þrúgandi. Ef við viljum leysa úr málum, er hægt að rýna í nokkur góð ráð. Því sjaldnast er það aðeins hinn aðilinn sem þarf að endurskoða eitthvað hjá sér. Vísir/Getty Það getur verið erfitt að upplifa afbrýðisemi og öfund frá vinnufélögum. Að finnast maður varla geta fagnað áföngum því að við finnum svo sterkt að ákveðinn einstaklingur, jafnvel nokkrir, eru ekki að samgleðjast okkur. Byrjum á því að rýna í hvað afbrýðisemi þýðir: Sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, einkum í nánu sambandi. Mögulega gæti afbrýðisemi átt sérstaklega við þegar við til dæmis fáum stöðuhækkun eða einhverja uppbót í starfi, sem öðrum finnst að hann/hún hefði átt að fá. Orðið öfund þýðir: Sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur. Mögulega getur öfund átt við þegar við upplifum að vinnufélagi getur einfaldlega ekki samglaðst okkur sem skyldi. Hvernig getum við brugðist við þessu? Jú, rýnum í nokkur góð ráð. Gerum ráð fyrir því jákvæða Fyrst er að horfa inn á við. Taka ákvörðun um að gera frekar ráð fyrir því jákvæða en því neikvæða eða versta. Kannski erum við að ímynda okkur aðeins, viðkomandi er bara í smá vörn eða eitthvað annað að angra. Ástæðan fyrir því að þetta atriði er mikilvægt er vegna þess að ef um afbrýðisemi eða öfund er að ræða, megum við ekki vera uppvís að því sjálf að vera dómhörð, jafnvel umfram það sem tilefni er til. Það er til dæmis staðreynd að annað fólk er oftast að hugsa mun minna um okkur, en við teljum (allir eru fyrst og fremst að hugsa um sig). Þannig að horfum inn á við og skoðum hvort viðhorfði okkar er kannski orðið litað af ályktunum sem við höfum dregið jafnvel í fljótfærni. Verum fagleg Hvað svo sem hinum aðilanum líður, þurfum við að passa okkur á því að vera fagleg sjálf. Hegða okkur ekki eins, vera neikvæð eða sýna einhverja unglingalega hegðan. Þvert á móti leggjum við áherslu á að vera okkar besta útgáfa gagnvart öllum. Að breyta sambandinu Nei hér er ekki verið að tala um að forðast viðkomandi. Hér er verið að leggja til að við breytum einhverju sem gæti aukið skilninginn okkar á þeirri stöðu sem við teljum vera uppi. Mælt er með því að byrja á virkri hlustun. Að virkilega vanda okkur við að hlusta með jákvæðu hugarfari á viðkomandi og jafnvel að leggja eitthvað til sem viðkomandi gæti þótt jákvætt af okkar hálfu. Sjáum hvort þetta leiði til góðs. Að ráðfæra sig við þriðja aðila Á sama tíma og það er mjög mikilvægt að forðast allt sem talist getur baknag á vinnustað, gæti verið gott að ráðfæra sig við einhvern sem þú treystir. Til dæmis mannauðsstjóra eða góðan vin. Hérna þurfum við að vera opin fyrir því að fá endurgjöf sem felur líka í sér ábendingu til okkar sjálfra um það sem við gætum gert betur. Þá er mikilvægt að fara aðeins í svona samtal, ef markmiðið okkar er að reyna að laga eða leysa úr málum. Því ef það er ekki markmiðið, erum við í raun bara að baktala og hvað segir það þá um okkur? Markþjálfi eða sambærilegur aðili Margir leita líka til markþjálfa eða sambærilegra aðila til að efla sig í samskiptum við fólk almennt. Því auðvitað er það eðlilegt að einhvern tíma á starfsævinni komi upp mál sem íþyngi okkur á einhverja vegu. Þá er um að gera að efla okkur þannig að við séum líkleg til að ná að leysa úr málum á sem jákvæðastan háttinn. Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Byrjum á því að rýna í hvað afbrýðisemi þýðir: Sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, einkum í nánu sambandi. Mögulega gæti afbrýðisemi átt sérstaklega við þegar við til dæmis fáum stöðuhækkun eða einhverja uppbót í starfi, sem öðrum finnst að hann/hún hefði átt að fá. Orðið öfund þýðir: Sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur. Mögulega getur öfund átt við þegar við upplifum að vinnufélagi getur einfaldlega ekki samglaðst okkur sem skyldi. Hvernig getum við brugðist við þessu? Jú, rýnum í nokkur góð ráð. Gerum ráð fyrir því jákvæða Fyrst er að horfa inn á við. Taka ákvörðun um að gera frekar ráð fyrir því jákvæða en því neikvæða eða versta. Kannski erum við að ímynda okkur aðeins, viðkomandi er bara í smá vörn eða eitthvað annað að angra. Ástæðan fyrir því að þetta atriði er mikilvægt er vegna þess að ef um afbrýðisemi eða öfund er að ræða, megum við ekki vera uppvís að því sjálf að vera dómhörð, jafnvel umfram það sem tilefni er til. Það er til dæmis staðreynd að annað fólk er oftast að hugsa mun minna um okkur, en við teljum (allir eru fyrst og fremst að hugsa um sig). Þannig að horfum inn á við og skoðum hvort viðhorfði okkar er kannski orðið litað af ályktunum sem við höfum dregið jafnvel í fljótfærni. Verum fagleg Hvað svo sem hinum aðilanum líður, þurfum við að passa okkur á því að vera fagleg sjálf. Hegða okkur ekki eins, vera neikvæð eða sýna einhverja unglingalega hegðan. Þvert á móti leggjum við áherslu á að vera okkar besta útgáfa gagnvart öllum. Að breyta sambandinu Nei hér er ekki verið að tala um að forðast viðkomandi. Hér er verið að leggja til að við breytum einhverju sem gæti aukið skilninginn okkar á þeirri stöðu sem við teljum vera uppi. Mælt er með því að byrja á virkri hlustun. Að virkilega vanda okkur við að hlusta með jákvæðu hugarfari á viðkomandi og jafnvel að leggja eitthvað til sem viðkomandi gæti þótt jákvætt af okkar hálfu. Sjáum hvort þetta leiði til góðs. Að ráðfæra sig við þriðja aðila Á sama tíma og það er mjög mikilvægt að forðast allt sem talist getur baknag á vinnustað, gæti verið gott að ráðfæra sig við einhvern sem þú treystir. Til dæmis mannauðsstjóra eða góðan vin. Hérna þurfum við að vera opin fyrir því að fá endurgjöf sem felur líka í sér ábendingu til okkar sjálfra um það sem við gætum gert betur. Þá er mikilvægt að fara aðeins í svona samtal, ef markmiðið okkar er að reyna að laga eða leysa úr málum. Því ef það er ekki markmiðið, erum við í raun bara að baktala og hvað segir það þá um okkur? Markþjálfi eða sambærilegur aðili Margir leita líka til markþjálfa eða sambærilegra aðila til að efla sig í samskiptum við fólk almennt. Því auðvitað er það eðlilegt að einhvern tíma á starfsævinni komi upp mál sem íþyngi okkur á einhverja vegu. Þá er um að gera að efla okkur þannig að við séum líkleg til að ná að leysa úr málum á sem jákvæðastan háttinn.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01
Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! 18. júlí 2022 07:01
Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00