Úrslit í íslensku Overwatch-deildinni um helgina Snorri Már Vagnsson skrifar 13. mars 2024 14:00 Overwatch-deildin á Íslandi hefur stækkað ört á síðustu árum. Upp undir 150 manns taka þátt í keppninni, en hún hefur verið í gangi síðan árið 2020. Úrslitakeppni deildarinnar stendur yfir þessa dagana, en úrslit Úrvalsdeildarinnar ráðast um helgina. Overwatch kom út árið 2016 og náði strax miklum vinsældum í rafíþróttaheimum. Blizzard, útgefandi leiksins er einn sá stærsti á markaðnum en fyrirtækið hefur framleitt leiki á borð við World of Warcraft og Diablo. Þrátt fyrir að vinsældir leiksins hafi dvínað yfir árin hafa íslenskir spilarar haldið sér heitum í leiknum. Fyrr í mánuðinum voru spiluð úrslit í opinni deild íslensku kepninnar, sem og í fyrstu deild. Í opnu deildinni sigraði liðið Útlagar. Með sigrinum tryggði liðið sér keppnisrétt í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Liðið Tröll sigraði úrslit fyrstu deildar síðustu helgi og vann sér þar með rétt til að keppa í Úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þann 15. mars hefjast svo úrslit Úrvalsdeildarinnar. Á föstudeginum mætast Dusty og OMON í fyrstu viðureign. Atgeirar og Selir mætast í annarri viðureign. Á laugardeginum mætast svo taplið föstudagsins í leik upp á þriðja sætið áður en spilað verður til úrslita. Metin verðlaun í keppninni eru á annað hundrað þúsund króna. Leikirnir verða sýndir á Arena og í beinni útsendingu á Twitch-rás íslenska Overwatch-samfélagsins. Rafíþróttir Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti
Overwatch kom út árið 2016 og náði strax miklum vinsældum í rafíþróttaheimum. Blizzard, útgefandi leiksins er einn sá stærsti á markaðnum en fyrirtækið hefur framleitt leiki á borð við World of Warcraft og Diablo. Þrátt fyrir að vinsældir leiksins hafi dvínað yfir árin hafa íslenskir spilarar haldið sér heitum í leiknum. Fyrr í mánuðinum voru spiluð úrslit í opinni deild íslensku kepninnar, sem og í fyrstu deild. Í opnu deildinni sigraði liðið Útlagar. Með sigrinum tryggði liðið sér keppnisrétt í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Liðið Tröll sigraði úrslit fyrstu deildar síðustu helgi og vann sér þar með rétt til að keppa í Úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þann 15. mars hefjast svo úrslit Úrvalsdeildarinnar. Á föstudeginum mætast Dusty og OMON í fyrstu viðureign. Atgeirar og Selir mætast í annarri viðureign. Á laugardeginum mætast svo taplið föstudagsins í leik upp á þriðja sætið áður en spilað verður til úrslita. Metin verðlaun í keppninni eru á annað hundrað þúsund króna. Leikirnir verða sýndir á Arena og í beinni útsendingu á Twitch-rás íslenska Overwatch-samfélagsins.
Rafíþróttir Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti