Spáir í spilin: „Alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 21:29 Mynd frá undirbúningi verðlaunanna í dag. EPA Óskarsverðlaunin verða veitt í 96. skiptið í kvöld. Annar lýsandi hátíðarinnar segir Oppenheimir munu vinna flest verðlaun en harmar hve fáar tilnefningar Barbie fær. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas leikmyndahönnuður mun lýsa hátíðinni á Stöð 2 í kvöld ásamt Stefáni Árna Pálssyni fréttamanni. Dröfn hefur starfað í Hollywood í fimmtán ár og veit því töluvert meira en hinn almenni borgari um hátíðina en í aðdraganda hennar fer slúður um mögulega sigurvegara að ganga milli manna í nærumhverfi hennar. Hún gat því dregið upp nokkuð nákvæma mynd af mögulegum úrslitum kvöldsins í samtali við fréttamann. Gladstone og Murphy sigurstrangleg Kvikmyndin Oppenheimer þykir einna sigurstranglegust en hún hlaut tilnefningar í þrettán flokkum. Þar á eftir kemur Barbie sem hlaut átta tilnefningar. „Það er engum blöðum um að fletta að Oppenheimer mun vinna bæði mynd ársins og leikstjórn ársins,“ segir Dröfn en myndin er í leikstjórn Christopher Nolan. „Þannig að það er alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar.“ Hvað varðar leikara segir Dröfn allar líkur á að Da’Vine Joy Randolph hljóti verðlaunin fyrir leikkonu í aukahlutverki fyrir bíómyndina The Holdovers. Hún hafi unnið SAG verðlaunin í sama flokki, og þau verðlaun séu besti vísirinn að úrslitum Óskarsins. Dröfn segir flokk leikara í aukahlutverki sérlega erfiðan en þar liggi keppnin milli Ryan Gosling fyrir Barbie og Robert Downey Jr. fyrir Oppenheimer. Hún segir þó líklegast að Robert sigri þvert á hennar vilja og að sömuleiðis hljóti Cillian Murphy verðlaunin fyrir leikara í aðalhlutverki fyrir Oppenheimer. Í flokknum leikkona ársins segir Dröfn valið standa milli Lily Gladstone fyrir Killers of the Flower Moon og Emma Stone fyrir Poor Things. Hún telji þó líklegra a Lily sigri. „En Emma Stone verður í einhverju frá Louis Vuitton, hún er með svo stóran samning með þeim,“ segir Dröfn og segist mjög spennt fyrir rauða dreglinum. Palestína mögulega nefnd í ræðum Dröfn harmar það mjög hve fáar Óskarstilnefningar Barbie fékk og segir að myndin komi líklega ekki til með að fá mörg verðlaun. „Mér finnst það mjög leiðinlegt og eiginlega bara bara kjánalegt að hún sé tilnefnd sem besta mynd en fái ekki tilnefningu til besta leikstjóra,“ segir Dröfn. Hún spáir því að Barbie fái verðlaunin fyrir handrit sem „koss á bágtið“. Þó vekur hún athygli á því að Billie Eilish fái að öllum líkindum verðlaunin fyrir lagið What Was I Made for? úr Barbie, sem yrði þá í annað skiptið á tveimur árum sem hún hlyti verðlaun fyrir besta frumsamda lagið. Aðspurð segist Dröfn ekki eiga von á neinum óvæntum uppákomum í kvöld, að minnsta kosti engum á pari við fyrir tveimur árum þegar Will Smith löðrungaði Chris Rock. Þá segir hún mögulegt að mótmælendur fyrir frjálsri Palestínu geri vart við sig en mótmælaganga fór fram nærri Dolby-höllinni, þar sem hátíðin er haldin, í dag. Mögulega komi einhver sigurvergari inn á það mál í ræðu sinni. Enginn Íslendingur var tilnefndur að þessu sinni en Íslendingar hafa fengið tilnefningar til Óskarsverðlauna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Eftirminnilegt er þegar Hildur Guðnadóttir vann verðlaun fyrir tónlist sína í bíómyndinni Joker. Óskarsverðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan ellefu í kvöld. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas leikmyndahönnuður mun lýsa hátíðinni á Stöð 2 í kvöld ásamt Stefáni Árna Pálssyni fréttamanni. Dröfn hefur starfað í Hollywood í fimmtán ár og veit því töluvert meira en hinn almenni borgari um hátíðina en í aðdraganda hennar fer slúður um mögulega sigurvegara að ganga milli manna í nærumhverfi hennar. Hún gat því dregið upp nokkuð nákvæma mynd af mögulegum úrslitum kvöldsins í samtali við fréttamann. Gladstone og Murphy sigurstrangleg Kvikmyndin Oppenheimer þykir einna sigurstranglegust en hún hlaut tilnefningar í þrettán flokkum. Þar á eftir kemur Barbie sem hlaut átta tilnefningar. „Það er engum blöðum um að fletta að Oppenheimer mun vinna bæði mynd ársins og leikstjórn ársins,“ segir Dröfn en myndin er í leikstjórn Christopher Nolan. „Þannig að það er alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar.“ Hvað varðar leikara segir Dröfn allar líkur á að Da’Vine Joy Randolph hljóti verðlaunin fyrir leikkonu í aukahlutverki fyrir bíómyndina The Holdovers. Hún hafi unnið SAG verðlaunin í sama flokki, og þau verðlaun séu besti vísirinn að úrslitum Óskarsins. Dröfn segir flokk leikara í aukahlutverki sérlega erfiðan en þar liggi keppnin milli Ryan Gosling fyrir Barbie og Robert Downey Jr. fyrir Oppenheimer. Hún segir þó líklegast að Robert sigri þvert á hennar vilja og að sömuleiðis hljóti Cillian Murphy verðlaunin fyrir leikara í aðalhlutverki fyrir Oppenheimer. Í flokknum leikkona ársins segir Dröfn valið standa milli Lily Gladstone fyrir Killers of the Flower Moon og Emma Stone fyrir Poor Things. Hún telji þó líklegra a Lily sigri. „En Emma Stone verður í einhverju frá Louis Vuitton, hún er með svo stóran samning með þeim,“ segir Dröfn og segist mjög spennt fyrir rauða dreglinum. Palestína mögulega nefnd í ræðum Dröfn harmar það mjög hve fáar Óskarstilnefningar Barbie fékk og segir að myndin komi líklega ekki til með að fá mörg verðlaun. „Mér finnst það mjög leiðinlegt og eiginlega bara bara kjánalegt að hún sé tilnefnd sem besta mynd en fái ekki tilnefningu til besta leikstjóra,“ segir Dröfn. Hún spáir því að Barbie fái verðlaunin fyrir handrit sem „koss á bágtið“. Þó vekur hún athygli á því að Billie Eilish fái að öllum líkindum verðlaunin fyrir lagið What Was I Made for? úr Barbie, sem yrði þá í annað skiptið á tveimur árum sem hún hlyti verðlaun fyrir besta frumsamda lagið. Aðspurð segist Dröfn ekki eiga von á neinum óvæntum uppákomum í kvöld, að minnsta kosti engum á pari við fyrir tveimur árum þegar Will Smith löðrungaði Chris Rock. Þá segir hún mögulegt að mótmælendur fyrir frjálsri Palestínu geri vart við sig en mótmælaganga fór fram nærri Dolby-höllinni, þar sem hátíðin er haldin, í dag. Mögulega komi einhver sigurvergari inn á það mál í ræðu sinni. Enginn Íslendingur var tilnefndur að þessu sinni en Íslendingar hafa fengið tilnefningar til Óskarsverðlauna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Eftirminnilegt er þegar Hildur Guðnadóttir vann verðlaun fyrir tónlist sína í bíómyndinni Joker. Óskarsverðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan ellefu í kvöld.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira