Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 14:02 Xabi Alonso fagnar hér frábærum sigri Bayer Leverkusen á Bayern München á dögunum. Getty/Jörg Schüler Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira