Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 18:31 vísir/bára Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. Leikurinn byrjaði rólega en Haukar lofuðu góðu fyrstu mínúturnar og voru yfir 6-4 þegar um þrjár mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu gestirnir af værum blundi og skoruðu átta stig í röð án svars og tóku forskot sem aldrei var látið af hendi. Haukar náðu að halda í við gestina og voru fimm stigum frá þeim í lok fyrsta leikhluta þar sem helsta áhyggjuefnið var hittni liðsins en Þór gerði vel í að þvinga Hauka í erfiðari skot en þeir hefðu viljað fá. Staðan 19-24 Þór í vil. Annar leikhluti byrjaði á stigaregni frá Þór sem fyrru leikmaður Hauka Darwin Davis leiddi. Þór skoraði 10 stig gegn tveimur frá Haukum og munurinn fór fljótlega í 13 stig og þurfti Maté að taka leikhlé þegar 7:13 voru eftir af fyrri hálfleik. Þór náði að halda heimamönnum í skefjum en Haukar löguðu stöðuna aðeins í lok fyrri hálfleiks og munurinn 10 stig þegar gengið var til búningsherbergja. Saga seinni hálfleiks er sú að Þór fór að líða afskaplega þægilega á löngum köflum og gerðu Haukar ágætlega í að toga Þór nær sér. Munurinn fór mest í 16 stig í þriðja leikhluta en Haukar náðu mjög flottum takti í sinn leik og minnkuðu muninn í fjögur stig 60-64 og tóku gestirnir leikhlé. Út úr leikhléinu komu tveir þristar í röð frá Þór og öll vinna Þórsara fyrir bý. Munurinn eftir þriðja leikhluta 60-72 og fannst blaðamanni að þetta væri eiginlega komið. Munurinn hélst í 12-14 stigum þangað til að tvær mínútur lifðu af leiknum. Þór var farið að líða of þægilega og Haukar gengu á lagið. Komust niður í níu stiga mun en Emil Karel, eins og í þriðja leikhluta, henti í þriggja stiga körfu strax eftir leikhlé og steig þar með á þá litlu glóð sem hafði myndast hjá Huakum. Þór sigldi svo sigrinum heim og 10 stig sigur sem hefði getað verið mun stærri staðreynd. Lokatölur 81-91. Afhverju vann Þór Þ.? Þetta eru ekki flókin vísindi. Þór frá Þorlákshöfn eru betra körfuboltalið heldur en Haukar, Heimamenn eru enn í mótun en nú fer bara að verða of seint að vera á þeim stað. Þór gerði vel á löngum köflum á báðum endum vallarins en það virtist oft vera að þeir þyrftu ekki að reyna of mikið á sig. Úr varð leikur sem var ekki áferðarfallegur. Hvað gekk illa? Haukar reyndu 22 þriggja stiga skot og fjögur þeirra fóru ofan í. Það gerði það að verkum að ekki var hægt að teygja á vörninni og það kom í veg fyrir að Okeke næði að nýta sína styrkleika að fullu. Bestur á vellinum? Þór fékk framlag úr mörgum áttum. Íslenska deildin þeirra setti t.a.m. 36 stig á töfluna sem gerði verkið léttara fyrir aðalspilara liðsins. Darwin Davis var stigahæstur með 20 stig en hann sendi einnig átta stoðsendingar. Jordan Semple lagði síðan tvöfalda tvennu í púkkið 15 stig og 10 fráköst. David Okeke skoraði 20 stig og tók 12 fráköst en það vantaði meira frá félögum hans í kvöld. Hvað næst? Haukar fara í Hveragerði næst. Það er leikur sem hægt er að vinna og eiginlega orðið nauðsynlegt fyrir Hauka að gera því það lengist í úrslitakeppnissætið og Blikar eru ekki að fara neitt alveg strax. Þór fær Hött í heimsókn sem er erfitt verkefni en Þór er arið að líta mjög vel út. Lárus: Íslenski kjarninn er límið í liðinu „Mér fannst við bara gera nóg til að vinna leikinn“, sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs þegar hann var spurður út í leik sinna manna í kvöld. Þór fór aldrei í fluggír í kvöld og virtust Þórsarar ekki þurfa að reyna of mikið á sig til að landa sigrinum. „Við náðum aldrei að hrista þá af okkur og oft var það bara klaufagangur hjá okkur sem gerði það að verkum. Við spiluðum fína vörn á þá á hálfum velli en Okeke skoraði og gerði það oft eftir sóknarfráköst og svona en hann var okkur erfiður.“ Darwin Davis átti marga flotta spretti í kvöld og það hlýtur að vera gott að hafa slíkan leikmann í liðinu. „Hann er frábær í kvöld. Love skorar ekki nema tvö stig á hann í kvöld og mér finnst Darwin vera besti boltavarnarmaðurinn í deildinni. Ég er líka ánægður með hvað Raggi spilar góða vörn og gerir vel. Það voru margir að leggja í púkkið í kvöld og það er jákvætt.“ Íslenski kjarninn hjá Þór stóð sig mjög vel í kvöld og var Lárus spurður út í hvaða þýðingu það hefur fyrir liðið. „Það eru mikil forréttindi. Emil ætlaði að troða lay up sem þú talar um að hann hafi klikkað á fyrir spennuna en hann getur ekki troðið“, sagði Lárus og hló. „Þeir eru ekki hæfileikaríkustu leikmenn liðsins. Það eru fleiri leikmenn í liðinu sem eru betri en þeir í körfubolta en þessi íslenski kjarni er límið í liðinu.“ Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn
Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. Leikurinn byrjaði rólega en Haukar lofuðu góðu fyrstu mínúturnar og voru yfir 6-4 þegar um þrjár mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu gestirnir af værum blundi og skoruðu átta stig í röð án svars og tóku forskot sem aldrei var látið af hendi. Haukar náðu að halda í við gestina og voru fimm stigum frá þeim í lok fyrsta leikhluta þar sem helsta áhyggjuefnið var hittni liðsins en Þór gerði vel í að þvinga Hauka í erfiðari skot en þeir hefðu viljað fá. Staðan 19-24 Þór í vil. Annar leikhluti byrjaði á stigaregni frá Þór sem fyrru leikmaður Hauka Darwin Davis leiddi. Þór skoraði 10 stig gegn tveimur frá Haukum og munurinn fór fljótlega í 13 stig og þurfti Maté að taka leikhlé þegar 7:13 voru eftir af fyrri hálfleik. Þór náði að halda heimamönnum í skefjum en Haukar löguðu stöðuna aðeins í lok fyrri hálfleiks og munurinn 10 stig þegar gengið var til búningsherbergja. Saga seinni hálfleiks er sú að Þór fór að líða afskaplega þægilega á löngum köflum og gerðu Haukar ágætlega í að toga Þór nær sér. Munurinn fór mest í 16 stig í þriðja leikhluta en Haukar náðu mjög flottum takti í sinn leik og minnkuðu muninn í fjögur stig 60-64 og tóku gestirnir leikhlé. Út úr leikhléinu komu tveir þristar í röð frá Þór og öll vinna Þórsara fyrir bý. Munurinn eftir þriðja leikhluta 60-72 og fannst blaðamanni að þetta væri eiginlega komið. Munurinn hélst í 12-14 stigum þangað til að tvær mínútur lifðu af leiknum. Þór var farið að líða of þægilega og Haukar gengu á lagið. Komust niður í níu stiga mun en Emil Karel, eins og í þriðja leikhluta, henti í þriggja stiga körfu strax eftir leikhlé og steig þar með á þá litlu glóð sem hafði myndast hjá Huakum. Þór sigldi svo sigrinum heim og 10 stig sigur sem hefði getað verið mun stærri staðreynd. Lokatölur 81-91. Afhverju vann Þór Þ.? Þetta eru ekki flókin vísindi. Þór frá Þorlákshöfn eru betra körfuboltalið heldur en Haukar, Heimamenn eru enn í mótun en nú fer bara að verða of seint að vera á þeim stað. Þór gerði vel á löngum köflum á báðum endum vallarins en það virtist oft vera að þeir þyrftu ekki að reyna of mikið á sig. Úr varð leikur sem var ekki áferðarfallegur. Hvað gekk illa? Haukar reyndu 22 þriggja stiga skot og fjögur þeirra fóru ofan í. Það gerði það að verkum að ekki var hægt að teygja á vörninni og það kom í veg fyrir að Okeke næði að nýta sína styrkleika að fullu. Bestur á vellinum? Þór fékk framlag úr mörgum áttum. Íslenska deildin þeirra setti t.a.m. 36 stig á töfluna sem gerði verkið léttara fyrir aðalspilara liðsins. Darwin Davis var stigahæstur með 20 stig en hann sendi einnig átta stoðsendingar. Jordan Semple lagði síðan tvöfalda tvennu í púkkið 15 stig og 10 fráköst. David Okeke skoraði 20 stig og tók 12 fráköst en það vantaði meira frá félögum hans í kvöld. Hvað næst? Haukar fara í Hveragerði næst. Það er leikur sem hægt er að vinna og eiginlega orðið nauðsynlegt fyrir Hauka að gera því það lengist í úrslitakeppnissætið og Blikar eru ekki að fara neitt alveg strax. Þór fær Hött í heimsókn sem er erfitt verkefni en Þór er arið að líta mjög vel út. Lárus: Íslenski kjarninn er límið í liðinu „Mér fannst við bara gera nóg til að vinna leikinn“, sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs þegar hann var spurður út í leik sinna manna í kvöld. Þór fór aldrei í fluggír í kvöld og virtust Þórsarar ekki þurfa að reyna of mikið á sig til að landa sigrinum. „Við náðum aldrei að hrista þá af okkur og oft var það bara klaufagangur hjá okkur sem gerði það að verkum. Við spiluðum fína vörn á þá á hálfum velli en Okeke skoraði og gerði það oft eftir sóknarfráköst og svona en hann var okkur erfiður.“ Darwin Davis átti marga flotta spretti í kvöld og það hlýtur að vera gott að hafa slíkan leikmann í liðinu. „Hann er frábær í kvöld. Love skorar ekki nema tvö stig á hann í kvöld og mér finnst Darwin vera besti boltavarnarmaðurinn í deildinni. Ég er líka ánægður með hvað Raggi spilar góða vörn og gerir vel. Það voru margir að leggja í púkkið í kvöld og það er jákvætt.“ Íslenski kjarninn hjá Þór stóð sig mjög vel í kvöld og var Lárus spurður út í hvaða þýðingu það hefur fyrir liðið. „Það eru mikil forréttindi. Emil ætlaði að troða lay up sem þú talar um að hann hafi klikkað á fyrir spennuna en hann getur ekki troðið“, sagði Lárus og hló. „Þeir eru ekki hæfileikaríkustu leikmenn liðsins. Það eru fleiri leikmenn í liðinu sem eru betri en þeir í körfubolta en þessi íslenski kjarni er límið í liðinu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti