Onana fékk leyfi frá Knattspyrnusambandi Kamerún til að spila síðustu tvo leiki með United en samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá átti hann að skila sér til móts við kamerúnska landsliðið í byrjun mánaðarins.
Þegar Onana samdi við United þá var hann hættur í landsliðinu en var síðan fenginn til að taka landsliðsskóna af hillunni. United og Kamerún náðu samkomulagi um þessa tvo leiki.
Það þýddi að Onana hafði innan við sólarhring til að skila sér alla leið til Afríku þar sem landslið hans hefur verið að undirbúa sig fyrir Afríkukeppnina.
Onana flaug strax til Fílabeinsstrandarinnar eftir leikinn á móti Tottenham á Old Trafford í gær. Kamerún spilar sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni klukkan 17.00 í dag að íslenskum tíma. Mótherjinn er Gínea.