Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Árni Sæberg skrifar 24. desember 2023 16:01 Mynd af rafrænum gjafabréfum væri ekkert falleg, svo þessi pakki verður að duga. Getty Það kenndi ýmissa grasa í jólagjöfum íslenskra vinnuveitenda þetta árið. Gjafabréf eru ávallt vinsæl og það að gefa starfsmönnum val milli gjafabréfa virðist frekar orðið reglan en undantekning. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana nú í ár. Árið sem líður hefur að miklu leyti einkennst af erfiðleikum í rekstri fyrirtækja og breytt skattmat Ríkisskattstjóra skaut mörgum skelk í bringu í aðdraganda jóla. Þessir þættir virðast þó lítil áhrif hafa haft á gjafmildi vinnuveitenda milli ára. Á aðventunni vakti mikla athygli þegar íslenska tækni- og hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic tilkynnti að það hyggðist greiða öllum starfsmönnum sínum milljón krónur í jólabónus þetta árið. Eftir því sem Vísir kemst næst er það veglegasta almenna jólagjöfin þetta árið. Þá var greint frá því í byrjun mánaðar að Landsbankafólk fái væna viðbótargreiðslu í desember. Um var að ræða nýja greiðslu sem verður árleg héðan af. Val milli allt að níu gjafabréfa Vinnuveitendur landsins halda áfram að nýta sér þá leið að leyfa starfsfólki sínu að velja gjöfina sína sjálft með því að gefa gjafabréf. Undafarin ár hefur það færst í aukana að starfsfólk fái meira að segja að velja hvers konar gjafabréf það fær. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur sem eru líklegastir til að fá valkvíða. Þeir fá að velja milli átta mismunandi gjafabréfa. Þau jafngilda á bilinu 22 til 33 þúsund krónum hjá Spilavinum, Cintamani, Hvammsvík og fleiri fyrirtækjum. Þá geta þeir látið gott af sér leiða með því að gefa SOS Barnaþorpum tuttugu þúsund krónur. Landspítalinn gefur val á milli gjafabréfa og því fær enginn hálft skópar þessi jólin. Starfsmenn geta valið á milli 13.000 í Sky Lagoon, 10.000 í Spilavinum, 11.500 á Kol og Monkeys, 11.500 í Kjötkompaní eða 17.000 í ZO-ON. Þá er hægt að gefa Píeta samtökunum 8.000 krónur. Starfsfólk Símans fær val milli gjafabréfs hjá Ásbirni Ólafs og Dineout, bæði að andvirði 60 þúsund krónur. Sýn, sem rekur meðal annars Vodafone og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, leyfir starfsmönnum að velja á milli tuttugu þúsund króna gjafabréfa hjá Hagkaup eða Icelandair eða þrjátíu þúsund króna gjafabréfs hjá 66° Norður. Það gerir það að verkum að blaðamaður fer ekki í jólaköttinn þetta árið. Þá fékk starfsfólk einn frídag að gjöf. Talandi um 66° Norður, starfsmenn þess fá gjafabréf upp á 35 þúsund krónur hjá, haldið ykkur fast, 66° Norður. Utanríkisráðuneytið gefur fjörutíu þúsund krónur í versluninni. Fataframleiðandinn Icewear fer sömu leið og 66° Norður og gefur 30 þúsund króna gjafabréf í Icewear auk konfektkassa frá Freyju. S4S, sem rekur verslanirnar Air, Ecco, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage og Ellingsen fer svipaða leið og gefur starfsfólki tíu þúsund króna gjafabréf hjá S4S. Starfsfólk stefnumótaforritsins Smitten fær 75 þúsund króna gjafabréf hjá Play. Gjafabréf og eitthvað fallegt með, eða vín Margir vinnuveitendur völdu að gefa gjafabréf og eitthvað í pakkann líka. Starfsfólk Icelandair fær til að mynda tuttugu þúsund króna gjafabréf í Kringluna og íslenskt ullarteppi frá Ihanna home. Starfsmenn Kviku og TM fá sömuleiðis ullarteppi en gjafakort þeirra er fimmtíu þúsund króna virði. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins gefa 45 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og kampavínsflösku. VSB verkfræðistofa gefur heilar hundrað þúsund króna í Kringlunni og vínflösku, Kone gefur þrjátíu þúsund krónur í Smáralind og tvær vínflöskur. Borgarleikhúsið gefur 25 þúsund króna gjafabréf út að borða og vínflösku. Þjóðleikhúsið gefur ullarnærföt úr Eirberg en lætur vínið vera. Samherji, sem lengi hefur verið þekktur fyrir að gefa veglegar jólagjafir, gefur starfsfólki sínu matarkörfu, ullarteppi, skurðarbretti og beinatöng. Röntgen Domus Medica gefur starfsfólki sínu 80 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og matarkörfu frá Nomy veisluþjónustu. Í körfunni leyndist meðal annars graflax, anda- og hreindýrapate, gæsalifrarfrauð og sultur. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar fær launað frí milli hátíðanna, bók og 90 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Gjafabréf í Kringluna virðast hafa verið með algengustu jólagjöfum vinnuveitenda á árinu. Marel gefur starfsfólki sínu fimmtíu þúsund króna gjafabréf þar og frídag þann 27. desember. Starfsfólk Össurar fær að auki frí 27. desember auk fjörutíu þúsund króna í Kringluna. Lögmannsstofan LOGOS gefur starfsfólki sínu gjafabréf frá Icelandair upp á 60 þúsund krónur auk gjafakassa frá Olifa. Festi gefur starfsfólki sínu fjörutíu þúsund króna gjafabréf hjá verslunum Festi, fimmtán prósent jólaafslátt í Krónunni og einn og hálfan frídag. Hörðu pakkarnir Sumir vinnuveitendur ákváðu að gefa gjöf upp á gamla mátann. Ríkisútvarpið gefur starfsfólki sínu bakpoka, Heilbrigðisstofnun Austurlands gefur íþróttatösku frá 66° Norður og starfsfólk Háskóla Íslands fær veglega matarkörfu frá Vínbóndanum. Blaðamaður hefur fengið að skoða ofan í eina slíka og sá þar meðal annars óáfengt freyðandi rauðvín, pestó, balsamikedik og ólífuolíu með peperoncini. Íslenska útflutningsmiðstöðin gefur konfekt, vín, ostakörfu og styrk til Mæðrastyrksnefndar, starfsmenn Origo verða væntanlega með græna fingur á næsta ári þar sem þeir fá Véritable Connect ræktunarpott frá Kúnígúnd, sem kostar um 40 þúsund krónur. Orka náttúrunnar gefur starfsmönnum sínum hliðartösku, sem sögð er fín í ræktina, og snyrtiveski með áletruninni TAKK. Yfirmenn greinilega þakklátir fyrir störf sinna undirmanna. Starfsfólk Bláa lónsins fær S10 ryksuguvélmenni úr Mi búðinni. Eftir því sem blaðamaður kemst næst kostar slík græja tæpar sjötíu þúsund krónur. Reykvíkingar í leikhús og Akureyringar í Nettó Reykjavíkurborg býður starfsmönnum sínum í leikhús þessi jólin með gjafabréfi í Borgarleikhúsið, auðvitað, að andvirði 15.200 króna. Akureyrarbær gefur starfsfólki sínu gjafabréf í Nettó upp á 7.500 krónur. Starfsmenn Garðabæjar fá fimmtán þúsund krónur í Kringlunni og starfsmenn Grindavíkurbæjar tuttugu þúsund. Starfsfólk Kópavogsbæjar fær að velja milli nokkurra gjafabréfa. Virði gjafabréfanna er á bilinu 6.500 til tíu þúsund krónur. Gjafabréfin sem þeim bjóðast eru hjá Kjötkompaní, YAY, Mossley, Bestseller, A4/Kubbabúðinni og Útilíf. Þá stendur þeim til boða að styrkja Mæðrastyrksnefnd í stað þess að fá gjöf. Smíðafyrirtækið Kappar gaf gaf starfsfólki sinu matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, kalkúnabringu, grafinn lax, graflaxsósu, grámygluost, chilisultu, hreindýrapaté, svínapaté og rauðvínsflösku. Travelshift gaf starfsfólki sínu 200.000 kr gjafabréf hjá einu af markaðstorgi sínu Guidetoeurope.com til að ferðast til Evrópu. Heilbrigðisstofnun Austurlands gaf starfsfólki sínu tösku frá 66° norður. Össur gaf starfsmönnum sínum, eins og undanfarin ár, 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og einn frídag. Starfsfólk Íslandsbanka fékk dúnmjúk bambus rúmföt frá www.serverzlun.is í jólagjöf og bankinn styrkti þannig lítið startup fyrirtæki sem er í viðskiptum við hann. Marel gaf 50.000 kr. gjafakort í Kringlunni og einn frídag 27. desember. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Jól Vinnustaðurinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Árið sem líður hefur að miklu leyti einkennst af erfiðleikum í rekstri fyrirtækja og breytt skattmat Ríkisskattstjóra skaut mörgum skelk í bringu í aðdraganda jóla. Þessir þættir virðast þó lítil áhrif hafa haft á gjafmildi vinnuveitenda milli ára. Á aðventunni vakti mikla athygli þegar íslenska tækni- og hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic tilkynnti að það hyggðist greiða öllum starfsmönnum sínum milljón krónur í jólabónus þetta árið. Eftir því sem Vísir kemst næst er það veglegasta almenna jólagjöfin þetta árið. Þá var greint frá því í byrjun mánaðar að Landsbankafólk fái væna viðbótargreiðslu í desember. Um var að ræða nýja greiðslu sem verður árleg héðan af. Val milli allt að níu gjafabréfa Vinnuveitendur landsins halda áfram að nýta sér þá leið að leyfa starfsfólki sínu að velja gjöfina sína sjálft með því að gefa gjafabréf. Undafarin ár hefur það færst í aukana að starfsfólk fái meira að segja að velja hvers konar gjafabréf það fær. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur sem eru líklegastir til að fá valkvíða. Þeir fá að velja milli átta mismunandi gjafabréfa. Þau jafngilda á bilinu 22 til 33 þúsund krónum hjá Spilavinum, Cintamani, Hvammsvík og fleiri fyrirtækjum. Þá geta þeir látið gott af sér leiða með því að gefa SOS Barnaþorpum tuttugu þúsund krónur. Landspítalinn gefur val á milli gjafabréfa og því fær enginn hálft skópar þessi jólin. Starfsmenn geta valið á milli 13.000 í Sky Lagoon, 10.000 í Spilavinum, 11.500 á Kol og Monkeys, 11.500 í Kjötkompaní eða 17.000 í ZO-ON. Þá er hægt að gefa Píeta samtökunum 8.000 krónur. Starfsfólk Símans fær val milli gjafabréfs hjá Ásbirni Ólafs og Dineout, bæði að andvirði 60 þúsund krónur. Sýn, sem rekur meðal annars Vodafone og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, leyfir starfsmönnum að velja á milli tuttugu þúsund króna gjafabréfa hjá Hagkaup eða Icelandair eða þrjátíu þúsund króna gjafabréfs hjá 66° Norður. Það gerir það að verkum að blaðamaður fer ekki í jólaköttinn þetta árið. Þá fékk starfsfólk einn frídag að gjöf. Talandi um 66° Norður, starfsmenn þess fá gjafabréf upp á 35 þúsund krónur hjá, haldið ykkur fast, 66° Norður. Utanríkisráðuneytið gefur fjörutíu þúsund krónur í versluninni. Fataframleiðandinn Icewear fer sömu leið og 66° Norður og gefur 30 þúsund króna gjafabréf í Icewear auk konfektkassa frá Freyju. S4S, sem rekur verslanirnar Air, Ecco, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage og Ellingsen fer svipaða leið og gefur starfsfólki tíu þúsund króna gjafabréf hjá S4S. Starfsfólk stefnumótaforritsins Smitten fær 75 þúsund króna gjafabréf hjá Play. Gjafabréf og eitthvað fallegt með, eða vín Margir vinnuveitendur völdu að gefa gjafabréf og eitthvað í pakkann líka. Starfsfólk Icelandair fær til að mynda tuttugu þúsund króna gjafabréf í Kringluna og íslenskt ullarteppi frá Ihanna home. Starfsmenn Kviku og TM fá sömuleiðis ullarteppi en gjafakort þeirra er fimmtíu þúsund króna virði. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins gefa 45 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og kampavínsflösku. VSB verkfræðistofa gefur heilar hundrað þúsund króna í Kringlunni og vínflösku, Kone gefur þrjátíu þúsund krónur í Smáralind og tvær vínflöskur. Borgarleikhúsið gefur 25 þúsund króna gjafabréf út að borða og vínflösku. Þjóðleikhúsið gefur ullarnærföt úr Eirberg en lætur vínið vera. Samherji, sem lengi hefur verið þekktur fyrir að gefa veglegar jólagjafir, gefur starfsfólki sínu matarkörfu, ullarteppi, skurðarbretti og beinatöng. Röntgen Domus Medica gefur starfsfólki sínu 80 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og matarkörfu frá Nomy veisluþjónustu. Í körfunni leyndist meðal annars graflax, anda- og hreindýrapate, gæsalifrarfrauð og sultur. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar fær launað frí milli hátíðanna, bók og 90 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Gjafabréf í Kringluna virðast hafa verið með algengustu jólagjöfum vinnuveitenda á árinu. Marel gefur starfsfólki sínu fimmtíu þúsund króna gjafabréf þar og frídag þann 27. desember. Starfsfólk Össurar fær að auki frí 27. desember auk fjörutíu þúsund króna í Kringluna. Lögmannsstofan LOGOS gefur starfsfólki sínu gjafabréf frá Icelandair upp á 60 þúsund krónur auk gjafakassa frá Olifa. Festi gefur starfsfólki sínu fjörutíu þúsund króna gjafabréf hjá verslunum Festi, fimmtán prósent jólaafslátt í Krónunni og einn og hálfan frídag. Hörðu pakkarnir Sumir vinnuveitendur ákváðu að gefa gjöf upp á gamla mátann. Ríkisútvarpið gefur starfsfólki sínu bakpoka, Heilbrigðisstofnun Austurlands gefur íþróttatösku frá 66° Norður og starfsfólk Háskóla Íslands fær veglega matarkörfu frá Vínbóndanum. Blaðamaður hefur fengið að skoða ofan í eina slíka og sá þar meðal annars óáfengt freyðandi rauðvín, pestó, balsamikedik og ólífuolíu með peperoncini. Íslenska útflutningsmiðstöðin gefur konfekt, vín, ostakörfu og styrk til Mæðrastyrksnefndar, starfsmenn Origo verða væntanlega með græna fingur á næsta ári þar sem þeir fá Véritable Connect ræktunarpott frá Kúnígúnd, sem kostar um 40 þúsund krónur. Orka náttúrunnar gefur starfsmönnum sínum hliðartösku, sem sögð er fín í ræktina, og snyrtiveski með áletruninni TAKK. Yfirmenn greinilega þakklátir fyrir störf sinna undirmanna. Starfsfólk Bláa lónsins fær S10 ryksuguvélmenni úr Mi búðinni. Eftir því sem blaðamaður kemst næst kostar slík græja tæpar sjötíu þúsund krónur. Reykvíkingar í leikhús og Akureyringar í Nettó Reykjavíkurborg býður starfsmönnum sínum í leikhús þessi jólin með gjafabréfi í Borgarleikhúsið, auðvitað, að andvirði 15.200 króna. Akureyrarbær gefur starfsfólki sínu gjafabréf í Nettó upp á 7.500 krónur. Starfsmenn Garðabæjar fá fimmtán þúsund krónur í Kringlunni og starfsmenn Grindavíkurbæjar tuttugu þúsund. Starfsfólk Kópavogsbæjar fær að velja milli nokkurra gjafabréfa. Virði gjafabréfanna er á bilinu 6.500 til tíu þúsund krónur. Gjafabréfin sem þeim bjóðast eru hjá Kjötkompaní, YAY, Mossley, Bestseller, A4/Kubbabúðinni og Útilíf. Þá stendur þeim til boða að styrkja Mæðrastyrksnefnd í stað þess að fá gjöf. Smíðafyrirtækið Kappar gaf gaf starfsfólki sinu matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, kalkúnabringu, grafinn lax, graflaxsósu, grámygluost, chilisultu, hreindýrapaté, svínapaté og rauðvínsflösku. Travelshift gaf starfsfólki sínu 200.000 kr gjafabréf hjá einu af markaðstorgi sínu Guidetoeurope.com til að ferðast til Evrópu. Heilbrigðisstofnun Austurlands gaf starfsfólki sínu tösku frá 66° norður. Össur gaf starfsmönnum sínum, eins og undanfarin ár, 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og einn frídag. Starfsfólk Íslandsbanka fékk dúnmjúk bambus rúmföt frá www.serverzlun.is í jólagjöf og bankinn styrkti þannig lítið startup fyrirtæki sem er í viðskiptum við hann. Marel gaf 50.000 kr. gjafakort í Kringlunni og einn frídag 27. desember. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Jól Vinnustaðurinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira