Enski boltinn

Ofurtölvan spáir United hræði­legri niður­stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og sakir standa.
Manchester United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og sakir standa. getty/James Gill

Ef reikningar ofurtölvu veðmálafyrirtækisins Bettingexpert rætist endar Manchester United neðar en liðið hefur nokkru sinni endað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

BETSiE, ofurtölva Bettingexperet, reiknaði úrslit þeirra leikja sem eftir eru á tímabilinu hundrað þúsund sinnum. Þar er tekið mið af úrslitum síðasta tímabils, undirbúningstímabilsins og þeirra leikja sem eru búnir á þessu tímabili.

Samkvæmt spá ofurtölvunnar verður Manchester City enskur meistari fjórða árið í röð. Arsenal endar aftur í 2. sæti og Liverpool í því þriðja. Newcastle United tekur svo 4. sætið eins og í fyrra og Aston Villa í því fimmta.

United endar hins vegar í 10. sæti í spá ofurtölvunnar. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 7. sæti síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar 1992.

Ef spá ofurtölvunnar rætist falla allir þrír nýliðarnir, Burnley, Luton Town og Sheffield United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×