Fyrsta stikla GTA 6 lítur loks dagsins ljós Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:20 Starfsmenn Rockstar Games hafa loks birt fyrstu stiklu næsta leiks í Grand Theft Auto seríunni vinsælu. Til stóð að birta hann á morgun en honum var lekið á netið svo starfsmenn fyrirtækisins birtu hann í kvöld. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. GTA 6 á að koma út árið 2025, ekki á næsta ári, eins og stóð hér upprunalega. Það er pirrandi. Karl og kona Rockstar staðfesti loksins í febrúar í fyrra að verið væri að vinna að nýjum GTA-leik en fregnir hafa borist af því að hann eigi að gerast í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002. Eins og í GTA 5 á að vera hægt að spila sem fleiri en ein persóna. Að þessu sinni er talið að hægt verði að spila sem kona og karl. Stiklan rennir stoðum undir þá kenningu en tvær aðalpersónur virðast sýndar þar, karl og kona. Leikurinn virðist einnig gerast í uppsveitum Flórída, ef svo má að orði komast og eru krókodílar fyrirferðarmiklir í stiklunni. Þar má einnig sjá þó nokkrar persónur sem geta eingöngu verið frá Flórída. GTA 5 kostaði Rockstar 265 milljónir dala en hefur selst í rúmlega 185 milljónum eintaka, sem gerir leikinn að næst söluhæsta leik sögunnar, á eftir leiknum Minecraft. Leikurinn hefur verið uppfærður og gefinn út á nýjar kynslóðir leikjatölva en GTA 5 kom fyrst út þegar PlayStation 3 var helsta leikjatölvan. Það er þó fjölspilunarhluti leiksins sem hefur reynst gullgæs Rockstar Games. Í tíu ár hefur fyrirtækið halað inn peningum í gegnum þann hluta, þar sem spilurum hefur boðist að eyða raunverulegum peningum til að kaupa sér peninga í leiknum, sem eru svo notaðir til að kaupa vopn, bíla, þyrlur, föt og annað. Leikjavísir Tengdar fréttir GTA-leikari „svattaður“ í beinni Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5. 24. nóvember 2023 13:45 Fyrsta stikla GTA 6 væntanleg í desember Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. 8. nóvember 2023 20:59 Úr Red Dead í GTA 6 Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins. 9. september 2022 14:18 Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 GTA V í PS5: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Grand Theft Auto 5 er kominn út í enn einni útgáfunni. Leikurinn kom fyrst út fyrir tæpum áratug en lifir enn góðu lífi og það er ástæða fyrir því að leikurinn er eins vinsæll og raunin er. Hann er einfaldlega góður, þó hann sé farinn að láta á sjá. 29. mars 2022 09:52 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. GTA 6 á að koma út árið 2025, ekki á næsta ári, eins og stóð hér upprunalega. Það er pirrandi. Karl og kona Rockstar staðfesti loksins í febrúar í fyrra að verið væri að vinna að nýjum GTA-leik en fregnir hafa borist af því að hann eigi að gerast í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002. Eins og í GTA 5 á að vera hægt að spila sem fleiri en ein persóna. Að þessu sinni er talið að hægt verði að spila sem kona og karl. Stiklan rennir stoðum undir þá kenningu en tvær aðalpersónur virðast sýndar þar, karl og kona. Leikurinn virðist einnig gerast í uppsveitum Flórída, ef svo má að orði komast og eru krókodílar fyrirferðarmiklir í stiklunni. Þar má einnig sjá þó nokkrar persónur sem geta eingöngu verið frá Flórída. GTA 5 kostaði Rockstar 265 milljónir dala en hefur selst í rúmlega 185 milljónum eintaka, sem gerir leikinn að næst söluhæsta leik sögunnar, á eftir leiknum Minecraft. Leikurinn hefur verið uppfærður og gefinn út á nýjar kynslóðir leikjatölva en GTA 5 kom fyrst út þegar PlayStation 3 var helsta leikjatölvan. Það er þó fjölspilunarhluti leiksins sem hefur reynst gullgæs Rockstar Games. Í tíu ár hefur fyrirtækið halað inn peningum í gegnum þann hluta, þar sem spilurum hefur boðist að eyða raunverulegum peningum til að kaupa sér peninga í leiknum, sem eru svo notaðir til að kaupa vopn, bíla, þyrlur, föt og annað.
Leikjavísir Tengdar fréttir GTA-leikari „svattaður“ í beinni Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5. 24. nóvember 2023 13:45 Fyrsta stikla GTA 6 væntanleg í desember Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. 8. nóvember 2023 20:59 Úr Red Dead í GTA 6 Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins. 9. september 2022 14:18 Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 GTA V í PS5: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Grand Theft Auto 5 er kominn út í enn einni útgáfunni. Leikurinn kom fyrst út fyrir tæpum áratug en lifir enn góðu lífi og það er ástæða fyrir því að leikurinn er eins vinsæll og raunin er. Hann er einfaldlega góður, þó hann sé farinn að láta á sjá. 29. mars 2022 09:52 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
GTA-leikari „svattaður“ í beinni Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5. 24. nóvember 2023 13:45
Fyrsta stikla GTA 6 væntanleg í desember Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út. 8. nóvember 2023 20:59
Úr Red Dead í GTA 6 Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins. 9. september 2022 14:18
Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49
GTA V í PS5: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Grand Theft Auto 5 er kominn út í enn einni útgáfunni. Leikurinn kom fyrst út fyrir tæpum áratug en lifir enn góðu lífi og það er ástæða fyrir því að leikurinn er eins vinsæll og raunin er. Hann er einfaldlega góður, þó hann sé farinn að láta á sjá. 29. mars 2022 09:52