Enski boltinn

Man. City setur upp styttu af Bell, Lee og Sum­mer­bee fyrir utan leik­vanginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Colin Bell, Francis Lee og Mike Summerbee voru allir í stórum hlutverkum hjá Manchester City á áttunda áratugnum.
Colin Bell, Francis Lee og Mike Summerbee voru allir í stórum hlutverkum hjá Manchester City á áttunda áratugnum. Getty/ PA Images

Þrjár goðsagnir úr sögu Manchester City fá af sér styttu fyrir utan Etihad leikvanginn og hún verður vígð á þriðjudaginn kemur.

Leikmennirnir þrír eru Colin Bell, Francis Lee og Mike Summerbee.

Myndhöggvarinn David Williams-Ellis fékk það verkefni að minnast áranna frá 1968 til 1976 þegar City vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn tvisvar og Evrópukeppni bikarhafa.

Bell, Lee og Summerbee voru lykilmenn á þessum árum og voru saman með 368 mörk í 1277 leikjum fyrir félagið.

Bell er fimmti leikjahæstur í sögu Manchester City en Summerbee er í áttunda sætinu. Bell er líka fjórði markahæstur og Lee er í sjöunda sæti á markalista leikmanna City.

Bell lést 74 ára gamall árið 2021 en hinn 79 ára gamli Lee lést í síðasta mánuði. Summerbee heldur upp á 81 árs afmælið sitt fimmtánda desember næstkomandi.

Áður höfðu Vincent Kompany, David Silva og Sergio Aguero fengið af sér styttur fyrir utan Etihad leikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×