Verða Chelsea og Manchester City dæmd niður um deild? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Mauricio Pochettino og Pep Guardiola eru knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City. Vísir/Getty Í gær bárust fréttir af því að tíu stig hefðu verið tekin af Everton vegna brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttirnar valda forráðamönnum Chelsea og Manchester City vafalaust áhyggjum. Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira