Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 Emma Hayes hefur ástæðu til að brosa eftir að þessi sögulegi samningur er í höfn. Getty/Harriet Lander Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur. Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt)
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira