Hér má heyra lagið:
Kristmundur Axel segir það mikinn heiður að fá Árna Pál á lag með sér. Þá hafi samvinnan við Þormóð, sem pródúserar lagið, verið frábær.
„Lagið Sólin varð til hjá mér og Þormóði í einu stúdíó sessioni. Ég hafði verið að elta þetta sound og mig langaði mikið að gera svona lag. Góð hugmynd verður síðan að gulli þegar það er í höndunum á Þormóði.“
Hér má heyra lagið á streymisveitunni Spotify.
„Síðan bara kom þetta allt af sjálfu sér. Góðar víbrur. Við Árni vorum síðan saman í Slóvakíu í september. Ég sýndi honum þetta lag og við tókum ákvörðun um að gera þetta saman. Það er mikill heiður fyrir mig að fá Árna á þetta lag á þessum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Kristmundur Axel.
„Þegar að við Kristmundur vorum saman úti spilaði hann lagið fyrir mig úr símanum sínum. Mér fannst það bara svo geðveikt að ég bara varð að fá að vera með á því,“ segir Árni Páll í kjölfarið.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: