Enski boltinn

Guardiola vill reita sína leik­menn til reiði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola er harður við Jack Grealish og hér lætur hann strákinn heyra það.
Pep Guardiola er harður við Jack Grealish og hér lætur hann strákinn heyra það. Getty/Michael Regan

Pep Guardiola setur stundum leikmenn sína í frystikistuna og gefur þeim fá tækifæri í einhvern tíma. Hann hefur nú útskýrt aðeins taktíkina á bak við það.

Guardiola segist vera hreinlega með það markmið að reita sína leikmenn til reiði og trúir því að þá komi þeir aftur inn í liðið og spili betur.

Jack Grealish er dæmi um leikmann sem Guardiola beitti þessari aðferð á en hann hefur fengið frekar fá tækifæri undanfarið. Í staðinn hefur Belginn Jérémy Doku blómstrað í hans stöðu.

Doku var með eitt mark og fjórar stoðsendingar í 6-1 sigri á Bournemouth um helgina og Grealish sat allan tímann á bekknum.

„Ég vil að Jack Grealish sé reiður og ég vil að hann komi þá aftur inn og spili vel. Þá verður Doku reiður vegna þess að hann hefur ekki spilað síðustu tvo leiki. Þetta er rétta leiðin til að viðhalda stöðugleikanum á þessu getustigi,“ sagði Pep Guardiola.

Spænski knattspyrnustjórinn útilokaði heldur ekki það að þeir Doku og Grealish muni spila inn á vellinum á sama tíma. Pep vill oft prófa nýja og skemmtilega hluti og það hefur reynst mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×