Enski boltinn

„Eru ekki með fram­herja né markmann sem vinna fyrir þá deildina“

Dagur Lárusson skrifar
Í leik Arsenal og Newcastle
Í leik Arsenal og Newcastle Vísir/getty

Jamie Carragher, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi í sjónvarpi, segir að Arsenal muni eiga erfitt með að veita Manchester City alvöru samkeppni um ensku úrvalsdeildina.

Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið tapaði fyrir Newcastle en Carragher vill meina að Arsenal sé að glíma við of mikið af vandamálum á báðum endum vallarins.

„Mér líður eins og ég sé að horfa á öðruvísi lið frá því á síðasta tímabili. Þeir eru mikið öruggari varnarlega en síðan eru þeir aftur á móti ekki jafn öflugir sóknarlega og þeir eru ekki að skapa jafn mörg færi,“ byrjaði Carragher að segja.

„Er Arsenal með framherja og markmann sem geta unnið fyrir þá ensku úrvalsdeildina? Ég held ekki. Þegar þú hugsar um mikilvægustu stöðurnar þegar kemur að því að vinna deildina þá hugsar maður um framherjann og markmanninn,“ hélt Carragher áfram að segja.

Carragher talaði frekar um markmannstöðuna.

„Það voru ekki mistök í sjálfum sér að kaupa einhvern í stað Aaron Ramsdale þar sem hann var heldur ekki að fara að vinna fyrir þá deildina, en núna eru þeir með markmann sem gerir endalaust af mistökum. Ekki leyfa umræðunni um lélega myndbandsdómgæslu að hylja yfir öðrum mistökum hjá David Raya,“ endaði Jamie Carragher að segja.


Tengdar fréttir

Arteta: Mér líður illa

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var virkilega ósáttur með myndbandsdómgæsluna í leik liðsins gegn Newcastle í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×