Enski boltinn

Liverpool og Chelsea fá bæði heima­leik í átta liða úr­slitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool maðurinn Darwin Nunez fagnar sigurmarki sínu í gær.
Liverpool maðurinn Darwin Nunez fagnar sigurmarki sínu í gær. AP/Andrew Matthews

Sextán liða úrslit enska deildabikarsins kláruðust í gærkvöldi þar sem Newcastle fylgdi því eftir að slá út Englandsmeistara Manchester City í 32 liða úrslitunum með því að slá nágranna þeirra í Manchester United út í sextán liða úrslitum.

Það var dregið í átta liða úrslitin eftir leikinn í gærkvöldi og Newcastle þarf heldur betur að fara erfiðu leiðina í þessari keppni í ár.

Newcastle þarf nefnilega að fara til Chelsea í næstu umferð en liðin mætast þá á Stamford Bridge í átta liða úrslitunum sem fara fram 19. og 20. desember næstkomandi.

Liverpool fær heimaleik á móti West Ham á Anfield en West Ham sló út Arsenal í gær.

Evertin fær heimaleik á móti Fulham og lokaleikurinn er á milli Port Vale og Middlesbrough en þau eru bæði í neðri deildunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×