Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford.
Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Manchester United 0-3 Newcastle
— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023
This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv
Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd.
Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu.
3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW
— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023
Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist.