Enski boltinn

Erfið byrjun Roon­ey sem mátti þola baul sinna eigin stuðnings­manna

Aron Guðmundsson skrifar
Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Birmingham City eftir tapið gegn Hull City í gær
Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Birmingham City eftir tapið gegn Hull City í gær Vísir/Getty

Það má með sanni segja að Wa­yne Roon­ey hafi átt erfiða byrjun sem knatt­spyrnu­stjóri enska B-deildar liðsins Birming­ham City. Liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum eftir að Roon­ey tók við stjórnar­taumunum og eftir tap gær­kvöldsins bauluðu stuðnings­menn Birming­ham á Roon­ey.

Það var í upp­hafi mánaðarins sem að Roon­ey var kynntur sem nýr knatt­spyrnu­stjóri Birming­ham City. Hann tók við stöðunni af John Eustace sem var látinn fara nokkuð ó­vænt.

Birming­ham hafði unnið tvo leiki í röð og sat í sjötta sæti ensku B-deildarinnar þegar að Roon­ey tók við stjórnar­taumunum.

Síðan þá hefur liðið leikið tvo leiki í deildinni, þeir hafa báðir tapast. Roon­ey horfði á úr stúkunni er Birming­ham tapaði með einu marki gegn Midd­les­brough á úti­velli um síðustu helgi og í gær stýrði hann liðinu í fyrsta sinn.

Birming­ham City tók á móti Hull City á St. Andrews í gær og mátti þola 2-0 tap. Var um að ræða fyrsta sigur Hull City í síðustu fjórum leikjum.

Spila­mennska læri­sveina Roon­ey langt í frá sann­færandi og bauluðu stuðnings­menn Birming­ham City á Roon­ey og leik­menn hans þegar að þeir gengu út af St. Andrews.

Það er skammt stórra högga á milli í ensku B-deildinni og mætir Birming­ham City aftur til leiks á laugar­daginn kemur þegar að liðið heim­sækir Sout­hampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×