Fín fyrsta helgi í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2023 09:13 Rjúpnaveiðin gekk vel fyrstu helgina Mynd: KL Fyrsti dagurinn til rjúpnaveiða síðasta föstudag var heldur erfiður fyrir rjúpnaskyttur en mikið rok og úrkoma gerði aðstæður afar krefjandi. Veðrið var sýnu verst á suður og vesturlandi en víða á norður og norðvesturlandi blés líka hressilega. Veðrið skánaði mikið laugardag og sunnudag sem auðvitað ýtti skyttum upp til fjalla sem sást vel á vinsælum svæðum þar sem töluverður fjöldi rjúpnaskytta var á flestum þekktum svæðum. Fyrstu fréttir af veiðum helgarinnar eru bara ágætar og ansi margir sem náðu því sem þeir þurfa í jólamatinn. Almennt tala flestar skyttur sem gengu á fjöll þessa fyrstu daga að meira hafi sést af fugli en mörg undanfarin ár og það er nokkurn veginn sama um hvaða landshluta er að ræða. Á austurlandi gerðu margir af vinum Veiðivísis mjög fína veiði og dæmi eru um hóp átta veiðifélaga sem náðu allir í jólasteikina yfir helgina. Veiðivísir man í raun ekki eftir að hafa heyrt jafn góðar fréttir af rjúpnaslóðum í mörg herrans ár og vonandi ná allir því sem þeir þurfa. Rjúpnaskyttur eru áfram hvattar til að veiða ekki meira en þeir þurfa og gæta hófs í veiðum. Skotveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði
Veðrið var sýnu verst á suður og vesturlandi en víða á norður og norðvesturlandi blés líka hressilega. Veðrið skánaði mikið laugardag og sunnudag sem auðvitað ýtti skyttum upp til fjalla sem sást vel á vinsælum svæðum þar sem töluverður fjöldi rjúpnaskytta var á flestum þekktum svæðum. Fyrstu fréttir af veiðum helgarinnar eru bara ágætar og ansi margir sem náðu því sem þeir þurfa í jólamatinn. Almennt tala flestar skyttur sem gengu á fjöll þessa fyrstu daga að meira hafi sést af fugli en mörg undanfarin ár og það er nokkurn veginn sama um hvaða landshluta er að ræða. Á austurlandi gerðu margir af vinum Veiðivísis mjög fína veiði og dæmi eru um hóp átta veiðifélaga sem náðu allir í jólasteikina yfir helgina. Veiðivísir man í raun ekki eftir að hafa heyrt jafn góðar fréttir af rjúpnaslóðum í mörg herrans ár og vonandi ná allir því sem þeir þurfa. Rjúpnaskyttur eru áfram hvattar til að veiða ekki meira en þeir þurfa og gæta hófs í veiðum.
Skotveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði