Bayern gæti losað Phillips úr City-prísundinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2023 12:30 Kalvin Phillips og Harry Kane gætu orðið samherjar hjá Bayern München. getty/Richard Sellers Kalvin Phillips gæti fylgt Harry Kane, félaga sínum í enska landsliðinu, til Þýskalandsmeistara Bayern München. Phillips hefur fengið afar fá tækifæri með Manchester City síðan hann var keyptur frá Leeds United fyrir síðasta tímabil. Í vetur hefur Phillips aðeins komið við sögu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei verið í byrjunarliði City. Þrátt fyrir fá tækifæri með City hefur Phillips haldið sæti sínu í enska landsliðinu og var meðal annars í byrjunarliði þess í 3-1 sigrinum á Ítalíu í undankeppni EM 2024 í vikunni. Búist er við því að Phillips fari frá City á láni í janúar. Newcastle United hefur áhuga á miðjumanninum og vilja fá hann til að fylla skarð Sandros Tonali sem er væntanlega á leið í langt bann fyrir brot á veðmálareglum. Newcastle gæti hins vegar fengið samkeppni úr óvæntri átt, nefnilega frá Bayern. Þar gæti Phillips hitt fyrir félaga sinn úr enska landsliðinu, Kane. Hann kom til Bayern frá Tottenham í sumar og hefur byrjað af krafti hjá þýsku meisturunum. Kane hefur skorað níu mörk í tíu leikjum með Bayern. City gæti verið tregt til að lána Phillips til Newcastle þar sem Skjórarnir gætu verið í beinni samkeppni við City-menn um enska meistaratitilinn. Því gæti Bayern reynst vænlegri kostur í stöðunni. Hinn 27 ára Phillips hefur aðeins spilað 26 leiki fyrir City sem pungaði út 45 milljónum punda fyrir hann í fyrra. Bayern er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Mainz á útivelli á morgun. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Phillips hefur fengið afar fá tækifæri með Manchester City síðan hann var keyptur frá Leeds United fyrir síðasta tímabil. Í vetur hefur Phillips aðeins komið við sögu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei verið í byrjunarliði City. Þrátt fyrir fá tækifæri með City hefur Phillips haldið sæti sínu í enska landsliðinu og var meðal annars í byrjunarliði þess í 3-1 sigrinum á Ítalíu í undankeppni EM 2024 í vikunni. Búist er við því að Phillips fari frá City á láni í janúar. Newcastle United hefur áhuga á miðjumanninum og vilja fá hann til að fylla skarð Sandros Tonali sem er væntanlega á leið í langt bann fyrir brot á veðmálareglum. Newcastle gæti hins vegar fengið samkeppni úr óvæntri átt, nefnilega frá Bayern. Þar gæti Phillips hitt fyrir félaga sinn úr enska landsliðinu, Kane. Hann kom til Bayern frá Tottenham í sumar og hefur byrjað af krafti hjá þýsku meisturunum. Kane hefur skorað níu mörk í tíu leikjum með Bayern. City gæti verið tregt til að lána Phillips til Newcastle þar sem Skjórarnir gætu verið í beinni samkeppni við City-menn um enska meistaratitilinn. Því gæti Bayern reynst vænlegri kostur í stöðunni. Hinn 27 ára Phillips hefur aðeins spilað 26 leiki fyrir City sem pungaði út 45 milljónum punda fyrir hann í fyrra. Bayern er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Mainz á útivelli á morgun.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira