Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2023 13:45 Rjúpnaveiðin hefst á föstudaginn Mynd: KL Rjúpnaveiðin hefst á föstudaginn og eins og venjulega eru margir farnir að hlakka til að ná í jólamatinn. Veiðitíminn þetta tímabil hefur verið gefinn út og er veitt föstudaga til þriðjudaga eins og í fyrra en nú má ganga allan daginn í stað frá hádegis eins og í fyrra. Rjúpnaskyttur fagna þessu enda þótti mönnum þau skilyrði að stytta daginn setja pressu á þá sem ætla á fjöll og menn væru þá líklegri til að fara af stað í verri veðrum en annars. Og fyrst við erum að nefna veður þá er vert að nefna að veðrið fyrir þennan fyrsta dag á rjúpu núna á föstudaginn er ekki gott nema þá á norður og hluta norðausturlands. Veðrið á vesturlandi og suðurlandi einkennist af roki og rigningu framan af degi en það gæti skánað seinni partinn. Þá er líklega betra að bíða til helgarinnar og dagana eftir helgi en frá laugardegi til þriðjudags er spáð prýðilegu veðri til rjúpnaveiða um allt land. Svo ef þú ætlar að taka þér einn dag í frí til að fara á rjúpu þá er mánudagurinn og þriðjudagurinn mun betra val heldur en föstudagur. Við hvetjum alla til að fara varlega á fjöllum og veiða í hófi. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Langá komin yfir 1.000 laxa Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði
Veiðitíminn þetta tímabil hefur verið gefinn út og er veitt föstudaga til þriðjudaga eins og í fyrra en nú má ganga allan daginn í stað frá hádegis eins og í fyrra. Rjúpnaskyttur fagna þessu enda þótti mönnum þau skilyrði að stytta daginn setja pressu á þá sem ætla á fjöll og menn væru þá líklegri til að fara af stað í verri veðrum en annars. Og fyrst við erum að nefna veður þá er vert að nefna að veðrið fyrir þennan fyrsta dag á rjúpu núna á föstudaginn er ekki gott nema þá á norður og hluta norðausturlands. Veðrið á vesturlandi og suðurlandi einkennist af roki og rigningu framan af degi en það gæti skánað seinni partinn. Þá er líklega betra að bíða til helgarinnar og dagana eftir helgi en frá laugardegi til þriðjudags er spáð prýðilegu veðri til rjúpnaveiða um allt land. Svo ef þú ætlar að taka þér einn dag í frí til að fara á rjúpu þá er mánudagurinn og þriðjudagurinn mun betra val heldur en föstudagur. Við hvetjum alla til að fara varlega á fjöllum og veiða í hófi.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Langá komin yfir 1.000 laxa Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði