Sky: Fer peningurinn frá Ratcliffe kannski bara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:30 Jim Ratcliffe á franska félagið OGC Nice og sést hér á leik með liðinu. Hann er hins vegar mikill stuðningsmaður Manchester United. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Stórar spurningar vakna eftir fréttir helgarinnar af eigendamálum Manchester United. Framhaldssagan endalausa af sölunni á United er fyrir löngu orðin að hálfgerðri hryllingsmynd fyrir stuðningsmenn Manchester United. Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira