Enski boltinn

Gæti farið til Barcelona á afslætti

Dagur Lárusson skrifar
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes. Vísir/Getty

Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið nú á dögunum en það er þó klásúla í samningi hans sem hefur vakið talsverða athygli.

Nýr samningur hans gildir til ársins 2028 en umrædd klásúla hljóðar svo að ef Barcelona hefur áhuga á leikmanninum þá mun félagið aðeins þurfa að borga 60 milljónir punda til þess að kaupa hann.

Eins og staðan er nú er sá verðmiði langt undir markaðsvirði Bruno Guimaraes sem er talið vera um 85 milljónir punda og því verður þessi klásúla að vera talinn heldur athyglisverð.

Það er þó ekki vitað eins og staðan er nú hvort að Barcelona hafi áhuga á Guimaraes, nú eða í framtíðinni. En sama þó svo að Barcelona gæti fengið hann ódýrari heldur en önnur félög væri það samt sem áður alltaf erfitt fyrir félagið að kaupa hann þar sem það hefur verið að glíma við erfið fjárhagsvandræði síðustu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×