Enski boltinn

Erik Ten Hag vill halda McTominay

Dagur Lárusson skrifar
McTominay fagnar gegn Brentford.
McTominay fagnar gegn Brentford. vísir/getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður vilja halda Scott McTominay hjá félaginu í janúar.

Skotinn knái var mikið orðaður við för frá félaginu og var West Ham mikið orðað við hann í sumar og virtist félagið vera tilbúið til þess að selja hann sem og Erik Ten Hag. En hann virðist nú vera búinn að skipta um skoðun ef marka má nýjustu fréttir.

Erik Ten Hag er sagður hafa breytt um skoðun sína á leikmanninum síðustu vikur og þá sérstaklega eftir frammistöðu hans gegn Brentford í síðasta deildarleik United þar sem McTominay kom af bekknum, skoraði tvö mörk og tryggði United sigurinn.

Stuðningsmenn liðsins mega því búast við því að McTominay fái fleiri tækifæri í næstu leikjum liðsins, og þá sér í lagi þar sem Casemeiro virðist hafa hafa meiðst á ökkla í landsleik með Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×