Enski boltinn

Sturridge sendir frá sér yfirlýsingu eftir handtökuskipunina

Dagur Lárusson skrifar
Daniel Sturridge á sínum tíma í búningi Liverpool.
Daniel Sturridge á sínum tíma í búningi Liverpool. Vísir/Getty

Daniel Sturridge, fyrrum knattspyrnumaður, gaf frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í kjölfarið á því að handtökuskipun var gefin út á hendur honum.

Sturridge átti að mæta fyrir dóm í vikunni til þess að útkljá mál frá árinu 2019 þar sem hann átti að hafa boðið fundarlaun fyrir hundinn hans sem hafði týnst.

Foster Washington, rappari þekktur undir listamannsnafninu Killa Fame, vill meina að Sturridge skuldi honum rúmar fjórar milljónir króna fyrir að hjálpa til við að finna hundinn hans á sínum tíma en Sturridge þvertekur fyrir það í yfirlýsingu sinni.

„Við heyrðum það í fyrsta sinn í gær að það væri enn einhver aðili að reyna að fá pening frá mér eftir atvikið með hundinn okkar sem gerðist árið 2019,“ byrjaði Sturridge að segja.

„Sannleikurinn er sá að ég borgaði ungum strák fundarlaun en það var hann sem kom með hundinn til okkar. Hann var himinlifandi með fundarlaunin sem og við fjölskyldan að Lucci okkar væri kominn heim á ný,“ hélt Sturridge áfram að segja.

„Ég vissi einu sinni ekki að þetta mál væri komið fyrir dómstóla, stefnan var sent á leiguíbúð sem við yfirgáfum nokkrum klukkutímum eftir að hundinum okkar var rænt. Þess vegna hef ég ekki haft tækifæri til þess að bregðast við þessum röngu ásökunum sem ég mun nú gera með mínum lögfræðingum.“

„Ég er sannfærður um það að þetta mál verði leyst fljótt og það okkur í hag,“ endaði Sturridge á að segja í yfirlýsingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×