Enski boltinn

Odegaard: Besta ákvörðun sem ég hef tekið

Dagur Lárusson skrifar
Mardin Odegaard.
Mardin Odegaard. Vísir/Getty

Martin Odegaard, fyrirliði Arsenal, segir að ákvörðun hans að yfirgefa Real Madrid haf verið sú besta á ferlinum.

Odegaard hefur farið á kostum í liði Arsenal eftir að hann gekk til liðs við liðið sumarið 2021 en hann hefur verið lykil leikmaður í byrjunarliði Mikel Arteta allar götur síðan og tók við fyrirliðabandinu af Granit Xhaka.

„Tími minn í Madrid var góður og jákvæður þegar á heildina er litið, jafnvel þó svo að margir aðrir myndu segja eitthvað annað. Ég lærði mikið, þroskaðist til muna og fékk að æfa með bestu leikmönnum heims,“ byrjaði Odegaard að segja.

„En að lokum var það best fyrir mig að fara, það var besta ákvörðunin fyrir mig. Ég vildi spila meira og halda áfram að þroskast sem leikmaður. Ég fékk samt sem áður að spila með þeim, en kannski kom það tækifæri of snemma á mínum ferli.“

„Ég er svo ánægður með þá ákvörðun sem ég tók, hún er sú besta sem ég hef tekið á ferlinum. Hefði ég ekki tekið þessa ákvörðun þá væri ég ekki búinn að ná á þann stað sem ég er í dag,“ endaði Odegaard á að segja sem er ný búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×