Enski boltinn

Stuðningsmenn Fulham boða mótmæli vegna miðaverðs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðnigsmenn Fulham ætla sér ekki að taka hækkandi miðaverði þegjandi
Stuðnigsmenn Fulham ætla sér ekki að taka hækkandi miðaverði þegjandi

Stuðningsmannasveit enska úrvalsdeildarliðsins Fulham hefur boðað til mótmæla vegna 18% hækkunar á miðaverði fyrir næsta heimaleik liðsins gegn Manchester United. 

Ætlunin er að ganga að Craven Cottage, heimavelli Fulham, með gul spjöld sér í hendi og lyfta þeim upp í loft á 18. mínútu leiksins. FST og Fulham Lillies, stuðningsmannasveitir félagsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þess efnis. 

Þar segir að miðaverð sé á góðri leið með að verða óviðráðanlegt og vegna þess að stjórnendur félagsins hafi ekki hlustað á ábendingar þeirra telji þeir sig þurfa að grípa til mótmælaaðgerða.

Yfirlýsingu Fulham Supporters' Trust má lesa í heild sinni hér

Miðaverð á leikinn gegn Manchester United er á bilinu 67£–160£ sterlingspund, sem FST segir vera hátt í fjörtíu prósenta hækkun frá árinu 2019. Þeir segja jafnframt að það séu ekki bara hækkanir á miðaverði í leikjum gegn stórum liðum heldur sjái þeir mikla hækkun í öllum viðureignum. 

Það eru ekki einungis stakir miðar á leiki sem hafa hækkað í verði, Fulham tilkynnti 18% verðhækkun á ársmiðum félagsins fyrir þetta tímabil og selur þá núna á 3.000£ sterlingspund, sem er hæsta ársmiðaverð allra félaga í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×