Sjónvarpsrýni: Sprellari í krísu og pyntingarklám Heiðar Sumarliðason skrifar 15. október 2023 09:01 Það helsta sem nú er verið að streyma. Það kennir ýmissa grasa í sjónvarpinu þessa dagana, enda valkostirnir aldrei verið fleiri. Hér er umfjöllun um nokkrar þáttaraðir og tvær kvikmyndir. Bupkis - Stöð 2 Þrátt fyrir það sem sumir kunna að halda er Pete Davidson ekki atvinnuelskhugi, heldur grínisti, höfundur og leikari. Stöð 2 sýnir nú þætti hans Bupkis, þar sem hann leikur einhvers konar útgáfu af sjálfum sér, ungan þekktan grínara sem er í sífelldri krísu. Það vel hægt að hafa gaman af sprelli Davidson í þessari þáttaröð. Sérstaklega er þátturinn þar sem hann endar í meðferð með Machine Gun Kelly eftirminnilegur, sem og samskipti hans við mjög svo ófaglegan sálfræðing. Davidson hefur hér safnað í kringum sig mjög sterkum hópi leikara. Einhvern veginn náði hann að sannfæra Joe Pesci að leika í þáttunum, en Pesci er þekktur fyrir að nenna helst ekki að hreyfa sig að heiman nema fyrir Martin Scorsese. Edie Falco leikur svo móður aðalpersónunnar og Brad Garret besta vin afa hans. Það er ekki svo mikið af léttmeti á borð við Bupkis boðstólum þessa dagana, því er hér á ferðinni hin fínasta afþreying þegar vetrarmyrkrið vofir yfir. Based on a True Story - Stöð 2 Það sama má segja um Based on a True Story, léttmeti frá einum af höfundum The Boys og Gen V. Þáttaröðin fjallar um hjónin Övu og Nathan sem festast óvænt í vef raðmorðingja. Í stað þess að fara með mál hans til lögreglu hefja þau samstarf við morðingjann og gera hlaðvarpsþáttaröð. Þetta hlaðvarpsþáttaraðar sjónarhorn er reyndar orðið gjörsamlega úr sér gengið og sérstaklega hafa Amazon Prime gerst sek um ofveiði á þeim miðum. Based on a True Story var reyndar frumsýnt í Bandaríkjunum áður en Prime gjörsamlega misstu sig í þessum málum, þannig að mögulega erum við með frumherja hér. Það eru þekkt andlit af litla skjánum sem fara með aðalhlutverkin tvö, þau Kaley Cuoco (Big Bang Theory) og Nathan Bartlett (The Mindy Project). Bæði hafa þau þann leiksjarma sem þarf til að halda manni við skjáinn og sagan nægilega spennandi til að áhorfendur vilji sjá næsta þátt eigi síðar en strax. Ahsoka - Disney+ Ahsoka er fimmta leikna Stjörnustríðsþáttaröðin og að mínu mati sú frambærilegasta. Það sem hún hefur fram yfir fyrri seríur er að hún er aldrei leiðinleg. Undirritaður hefur mjög lítið þol fyrir of miklu blaðri þegar kemur að Star Wars og gafst snemma upp á fjórðu þáttaröðinni Andor vegna magns innantóms skvaldurs. Ég er greininlega bara svona barnalegur, enda Star Wars eitthvað sem ég tengi við barnæsku mína. Ég vil bara mitt pjú pjú og geislasverðaglamur, og það má ekki líða of langur tími á milli. Það eru ýmsir sem voru ofboðslega hrifnir af t.d. Andor og ég virði þá skoðun, en deili henni ekki. Einhver kvartaði við mig að þetta væri of teiknimyndalegt, sem er ekki furða enda er Ahsoka framhald af sögum sem gerð var skil í teiknimyndaröðunum The Clone Wars og Rebels. Hér er fókusinn færður yfir á Jedi-riddarann Ahsoka, sem var lærlingur Anakin Skywalker í The Clone Wars og var einnig fyrirferðarmikil í Rebels. Ahsoka er því leikin sameining á þessum teiknimyndaröðum. Aðrar persónur fá þó einnig töluvert rými, þá helst karakterar úr Rebels. Það koma auðvitað andartök hér sem kalla fram aulahroll, en fátt Star Wars-tengt hefur ekki gert það síðan 1999. We Own This City - Sjónvarp Símans Premium Á öllum stærri lögreglustöðvum eru skemmd epli, það liggur í hlutarins eðli, þau eru alls staðar þar sem mannfólk hópast saman. We Own This City er sannsögulega þáttaröð sem fjallar um slík rotin epli í einni mestu glæpaborg Bandaríkjanna, Baltimore. Þar kynnumst við hinum ýmsu spilltu lögreglumönnum, sem og fólkinu sem er á hælum þeirra. Þarna eru margir áhugaverðir karakterar, þá sérstaklega Wayne Jenkins, sem Jon Berthal túlkar eftirminnilega. Þáttaröðin er eflaust mjög flókin í skrifum, þar sem svo mörgum boltum þarf að halda á lofti í einu, hins vegar ferst höfundunum það nokkuð vel úr hendi. Þetta er ekki mest spennandi mínísería sem ég hef séð um lögreglufólk, en þó vel yfir meðallagi og áhorfanleg eftir því. Fair Play og Reptile- Netflix Netflix frumsýndi nýverið tvær ágætar kvikmyndir fyrr í mánuðinum, Fair Play og Reptile. Fair Play fjallar um par sem vinnur hjá sama fjárfestingafyrirtækinu í Manhattan. Allt fer þó úr skorðum í sambandi þeirra þegar hún fær stöðuhækkunina sem hann taldi sig muna fá. Fair Play er því marki brennd að hún er alltof lengi að taka við sér og er heldur óspennandi vel framan af. Þolinmæðin borgar sig þó og er síðasti þriðjungur hennar nokkuð spennandi. Það er eilítið fyndið að Reptile, sem frumsýnd var nokkrum dögum fyrr, er sama marki brennd. Hún er mjög lengi að taka við sér og þó hún sé eilítið skökk lengi vel tekur hún ágætlega við sér á lokasprettinum. Mæli aðeins með í neyð. The Lovers - Stöð 2 The Lovers er þáttaröð framleidd fyrir Sky í Bretlandi. Sky byrjaði ekki sérlega vel með sína heimakokkuðu þætti en hafa þó verið að koma með frambærilegt efni á síðustu misserum, líkt og vísindaskáldskapinn The Lazarus Project sem enn er hægt að sjá á Stöð 2+. The Lovers er töluvert ólík The Lazarus Project, enda kómedía. Hún fjallar um sjálfumglaðan sjónvarpsmann sem fer til Belfast að gera innslag um „the troubles,“ þar sem hann kynnist fráhrindandi afgreiðslukonu. Vandinn er að hún er sjálfsmorðshugleiðingum og hann á kærustu. Hér er því verið að vinna með „andstæður dragast að hvort öðru“ formúluna. Segja má að The Lovers sé beggja blands, vel heppnuð að ýmsu leyti en aðalpersónurnar tvær reynast þó þáttaröðinni fjötur um fót. Það liggur í hlutarins eðli að þegar lýsing aðalpersónanna tveggja er sjálfumglaður og fráhrindandi munu höfundarnir eiga í vandræðum með að ná áhorfendum á þeirra band. Þegar við það bætist að kærasta sjónvarpsmannsins er ótrúlega falleg og almennileg verður enn erfiðara að halda með persónunum. Það er ekki þar sem sagt að ekki sé hægt að hafa sæmilega gaman af þessu og sleppur The Lovers fyrir horn. Special Ops: Lioness - Síminn Premium Paramount+ streymisveitan er eitt furðulegasta fyrirbæri sem ég veit um, þar sem hún virðist nær eingöngu sýna þáttaraðir frá handritshöfundinum Taylor Sheridan. Þáttaraðirnar hafa komið á mjög stuttu tímabili. Sú fyrsta, Yellowstone, var frumsýnd árið 2018, svo hafa þær komið hver á fætur annarri: 1883, Tulsa King, 1923, Mayor of Kingstown og nú Special Ops: Lioness. Sheridan hefur sennilega áttaði sig á að þáttaraðir hans hingað til fyrir Paramount+ hafa ekki verið nægilega feminískar, enda allar með karlmann í aðalhlutverki. Hann er því ekkert að grínast með Special Ops: Lioness, þvílík hörku kvendi hafa varst sést síðan Sarah Connor í Terminator 2. Sheridan fer hins vegar yfir strikið í öllu sem hann ber fram hér. Það er sama hvar niður er litið, ávallt leið mér líkt og ég væri að horfa á einhvers konar „klám.“ Hvort sem það var tilfinninga- eða pyntingarklám. Þess á milli er melódramað keyrt í botn. Verulega óþægilegt sjónvarpsefni og það sísta sem hefur komið frá Sheridan. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bupkis - Stöð 2 Þrátt fyrir það sem sumir kunna að halda er Pete Davidson ekki atvinnuelskhugi, heldur grínisti, höfundur og leikari. Stöð 2 sýnir nú þætti hans Bupkis, þar sem hann leikur einhvers konar útgáfu af sjálfum sér, ungan þekktan grínara sem er í sífelldri krísu. Það vel hægt að hafa gaman af sprelli Davidson í þessari þáttaröð. Sérstaklega er þátturinn þar sem hann endar í meðferð með Machine Gun Kelly eftirminnilegur, sem og samskipti hans við mjög svo ófaglegan sálfræðing. Davidson hefur hér safnað í kringum sig mjög sterkum hópi leikara. Einhvern veginn náði hann að sannfæra Joe Pesci að leika í þáttunum, en Pesci er þekktur fyrir að nenna helst ekki að hreyfa sig að heiman nema fyrir Martin Scorsese. Edie Falco leikur svo móður aðalpersónunnar og Brad Garret besta vin afa hans. Það er ekki svo mikið af léttmeti á borð við Bupkis boðstólum þessa dagana, því er hér á ferðinni hin fínasta afþreying þegar vetrarmyrkrið vofir yfir. Based on a True Story - Stöð 2 Það sama má segja um Based on a True Story, léttmeti frá einum af höfundum The Boys og Gen V. Þáttaröðin fjallar um hjónin Övu og Nathan sem festast óvænt í vef raðmorðingja. Í stað þess að fara með mál hans til lögreglu hefja þau samstarf við morðingjann og gera hlaðvarpsþáttaröð. Þetta hlaðvarpsþáttaraðar sjónarhorn er reyndar orðið gjörsamlega úr sér gengið og sérstaklega hafa Amazon Prime gerst sek um ofveiði á þeim miðum. Based on a True Story var reyndar frumsýnt í Bandaríkjunum áður en Prime gjörsamlega misstu sig í þessum málum, þannig að mögulega erum við með frumherja hér. Það eru þekkt andlit af litla skjánum sem fara með aðalhlutverkin tvö, þau Kaley Cuoco (Big Bang Theory) og Nathan Bartlett (The Mindy Project). Bæði hafa þau þann leiksjarma sem þarf til að halda manni við skjáinn og sagan nægilega spennandi til að áhorfendur vilji sjá næsta þátt eigi síðar en strax. Ahsoka - Disney+ Ahsoka er fimmta leikna Stjörnustríðsþáttaröðin og að mínu mati sú frambærilegasta. Það sem hún hefur fram yfir fyrri seríur er að hún er aldrei leiðinleg. Undirritaður hefur mjög lítið þol fyrir of miklu blaðri þegar kemur að Star Wars og gafst snemma upp á fjórðu þáttaröðinni Andor vegna magns innantóms skvaldurs. Ég er greininlega bara svona barnalegur, enda Star Wars eitthvað sem ég tengi við barnæsku mína. Ég vil bara mitt pjú pjú og geislasverðaglamur, og það má ekki líða of langur tími á milli. Það eru ýmsir sem voru ofboðslega hrifnir af t.d. Andor og ég virði þá skoðun, en deili henni ekki. Einhver kvartaði við mig að þetta væri of teiknimyndalegt, sem er ekki furða enda er Ahsoka framhald af sögum sem gerð var skil í teiknimyndaröðunum The Clone Wars og Rebels. Hér er fókusinn færður yfir á Jedi-riddarann Ahsoka, sem var lærlingur Anakin Skywalker í The Clone Wars og var einnig fyrirferðarmikil í Rebels. Ahsoka er því leikin sameining á þessum teiknimyndaröðum. Aðrar persónur fá þó einnig töluvert rými, þá helst karakterar úr Rebels. Það koma auðvitað andartök hér sem kalla fram aulahroll, en fátt Star Wars-tengt hefur ekki gert það síðan 1999. We Own This City - Sjónvarp Símans Premium Á öllum stærri lögreglustöðvum eru skemmd epli, það liggur í hlutarins eðli, þau eru alls staðar þar sem mannfólk hópast saman. We Own This City er sannsögulega þáttaröð sem fjallar um slík rotin epli í einni mestu glæpaborg Bandaríkjanna, Baltimore. Þar kynnumst við hinum ýmsu spilltu lögreglumönnum, sem og fólkinu sem er á hælum þeirra. Þarna eru margir áhugaverðir karakterar, þá sérstaklega Wayne Jenkins, sem Jon Berthal túlkar eftirminnilega. Þáttaröðin er eflaust mjög flókin í skrifum, þar sem svo mörgum boltum þarf að halda á lofti í einu, hins vegar ferst höfundunum það nokkuð vel úr hendi. Þetta er ekki mest spennandi mínísería sem ég hef séð um lögreglufólk, en þó vel yfir meðallagi og áhorfanleg eftir því. Fair Play og Reptile- Netflix Netflix frumsýndi nýverið tvær ágætar kvikmyndir fyrr í mánuðinum, Fair Play og Reptile. Fair Play fjallar um par sem vinnur hjá sama fjárfestingafyrirtækinu í Manhattan. Allt fer þó úr skorðum í sambandi þeirra þegar hún fær stöðuhækkunina sem hann taldi sig muna fá. Fair Play er því marki brennd að hún er alltof lengi að taka við sér og er heldur óspennandi vel framan af. Þolinmæðin borgar sig þó og er síðasti þriðjungur hennar nokkuð spennandi. Það er eilítið fyndið að Reptile, sem frumsýnd var nokkrum dögum fyrr, er sama marki brennd. Hún er mjög lengi að taka við sér og þó hún sé eilítið skökk lengi vel tekur hún ágætlega við sér á lokasprettinum. Mæli aðeins með í neyð. The Lovers - Stöð 2 The Lovers er þáttaröð framleidd fyrir Sky í Bretlandi. Sky byrjaði ekki sérlega vel með sína heimakokkuðu þætti en hafa þó verið að koma með frambærilegt efni á síðustu misserum, líkt og vísindaskáldskapinn The Lazarus Project sem enn er hægt að sjá á Stöð 2+. The Lovers er töluvert ólík The Lazarus Project, enda kómedía. Hún fjallar um sjálfumglaðan sjónvarpsmann sem fer til Belfast að gera innslag um „the troubles,“ þar sem hann kynnist fráhrindandi afgreiðslukonu. Vandinn er að hún er sjálfsmorðshugleiðingum og hann á kærustu. Hér er því verið að vinna með „andstæður dragast að hvort öðru“ formúluna. Segja má að The Lovers sé beggja blands, vel heppnuð að ýmsu leyti en aðalpersónurnar tvær reynast þó þáttaröðinni fjötur um fót. Það liggur í hlutarins eðli að þegar lýsing aðalpersónanna tveggja er sjálfumglaður og fráhrindandi munu höfundarnir eiga í vandræðum með að ná áhorfendum á þeirra band. Þegar við það bætist að kærasta sjónvarpsmannsins er ótrúlega falleg og almennileg verður enn erfiðara að halda með persónunum. Það er ekki þar sem sagt að ekki sé hægt að hafa sæmilega gaman af þessu og sleppur The Lovers fyrir horn. Special Ops: Lioness - Síminn Premium Paramount+ streymisveitan er eitt furðulegasta fyrirbæri sem ég veit um, þar sem hún virðist nær eingöngu sýna þáttaraðir frá handritshöfundinum Taylor Sheridan. Þáttaraðirnar hafa komið á mjög stuttu tímabili. Sú fyrsta, Yellowstone, var frumsýnd árið 2018, svo hafa þær komið hver á fætur annarri: 1883, Tulsa King, 1923, Mayor of Kingstown og nú Special Ops: Lioness. Sheridan hefur sennilega áttaði sig á að þáttaraðir hans hingað til fyrir Paramount+ hafa ekki verið nægilega feminískar, enda allar með karlmann í aðalhlutverki. Hann er því ekkert að grínast með Special Ops: Lioness, þvílík hörku kvendi hafa varst sést síðan Sarah Connor í Terminator 2. Sheridan fer hins vegar yfir strikið í öllu sem hann ber fram hér. Það er sama hvar niður er litið, ávallt leið mér líkt og ég væri að horfa á einhvers konar „klám.“ Hvort sem það var tilfinninga- eða pyntingarklám. Þess á milli er melódramað keyrt í botn. Verulega óþægilegt sjónvarpsefni og það sísta sem hefur komið frá Sheridan.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira