Enski boltinn

„Þetta er búið og sem betur fer unnum við“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikel Arteta var eðlilega kampakátur í leikslok.
Mikel Arteta var eðlilega kampakátur í leikslok. Ryan Pierse/Getty Images

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gat leyft sér að fagna í leikslok er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Machester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag.

„Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok.

„Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“

„City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“

Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins.

„Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“

Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar.

„Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×