Enski boltinn

Ten Hag: Við styðjum öll við bakið á Rashford

Dagur Lárusson skrifar
Ten Hag og Rashford á góðri stundu.
Ten Hag og Rashford á góðri stundu. Vísir/Getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segist vera viss um það að mörkin fari að koma hjá Marcus Rashford, framherja liðsins.

Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið en liðið hefur tapað mikið af leikjum, bæði í deildinni sem og í Meistaradeildinni. Einnig hafa eikmenn á borð við Marcus Rashford verið skugginn af sjálfum sér. En Erik Ten Hag hefur þó ekki áhyggjur af honum.

„Hann hefur átt erfitt upp á síðkastið en við vitum öll hvað hann getur,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Ef liðið heldur áfram að gera rétta hluti, finna hann í réttum svæðum með góðum sendingum,þá mun þetta ganga upp og hann mun skora.“

„Allir hjá Manchester United eru að styðja við bakið á honum. Liðið styður hann og hefur trú á honum og ég er viss um að þetta sé tímaspursmál. Framherjar þurfa oft bara eitt mark til þess að komast yfir hindrun og þá komast þeir í gang aftur,“ endaði Ten Hag að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×