Enski boltinn

Beck­ham klökknaði er hann talaði um við­brögð Fergu­son á erfiðu tíma­bili

Aron Guðmundsson skrifar
Sir David Beckham og Sir Alex Ferguson
Sir David Beckham og Sir Alex Ferguson Vísir/Getty

David Beck­ham þykir greini­lega mikið til koma hvernig Sir Alex Fergu­son, fyrrum knatt­spyrnu­stjóri hans hjá Manchester United hélt utan um hann verndar­væng eftir að Eng­lendingar tóku sig saman í and­styggi­legri her­ferð gegn Beck­ham eftir að hann var rekinn af velli í leik Eng­lands og Argentínu í sex­tán liða úr­slitum HM 1998.

Enska þjóðin kenndi Beckham um brotthvarf Englands af HM 1998 í Frakklandi. Hann var gerður að blóraböggli og mátti, ásamt fjölskyldu sinni þola alls konar skítlegt aðkast í marga mánuði eftir að HM lauk. 

Í nýrri heimildarþáttaröð um líf Beckham og feril hans sem atvinnumaður í fótbolta er farið vel yfir þennan tíma. 

Sér í lagi samskipti Beckham við Sir Alex Ferguson, þjálfara hans hjá Manchester United á þessum tíma. Í þáttunum er Beckham gráti næst þegar að hann talar um það hvernig Ferguson hélt utan um hann verndarvæng á þessum tíma. 

Hann minnist eins símtals við Ferguson í þáttunum: 

„Hann sagði „hvernig hefurðu það vinur?“ Ég svaraði að ég hefði það ekki gott. Hann sagði þá „ég skil þig, ekki hafa áhyggjur,“ segir Beckham um símtalið sem hann fékk frá Ferguson skömmu eftir HM. 

Sir Alex Ferguson er sjálfur til viðtals í þessari nýju heimildarþáttaseríu og hann deildi sinni sýn á það hvað gekk á þarna árið 1998.

„Ég sagði Beckham að fara í sitt frí eftir HM. Hann myndi síðan koma til baka og við mundum passa upp á hann. Ég sagði við hann að lesa ekki blöðin, það sé enginn tilgangur með því. Hann ætti að hundsa þau.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×