Enski boltinn

Beck­ham leysir frá skjóðunni varðandi skóspark Ferguson

Aron Guðmundsson skrifar
Ný heimildaþáttaröð um David Beckham er nú komin á Netflix.
Ný heimildaþáttaröð um David Beckham er nú komin á Netflix. Getty/Visionhaus

David Beckham, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur greint frá því af hverju Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri hans hjá Manchester United, sparkaði skó í hann á sínum tíma. 

Beckham leysir frá skjóðunni í nýjum heimildaþáttum sem eru nú aðgengilegir á streymisveitunni Netflix. 

Það er margfrægt atvik milli Ferguson og Beckham þegar að sá fyrrnefndi sparkaði skó í Beckham eftir leik Manchester United gegn Arsenal í enska bikarnum árið 2003.

Manchester United tapaði þeim leik 2-0 og kenndi Ferguson, Beckham um seinna markið sem Manchester United fékk á sig í leiknum. 

„Við gengum inn til búningsherbergja og það sýður á honum (Ferguson),“ segir Beckham í nýju heimildarþáttaröðinni. „Ég sé það bara á andlitinu á honum að hann er reiður. Þegar að maður sér andlit hans svona þá vill maður ekki vera nálægt honum.“

Það andaði köldu á milli Ferguson og Beckham á þessum tíma Samsett mynd

Beckham segir Ferguson ekki hafa sparað blótsyrðin á þessari stundu en leikmaðurinn ákvað að svara stjóranum fullum hálsi. 

„Ég svaraði einhverju hjá honum með orðinu nei, blótaði í kjölfarið. Sagði honum að fara til fjandans. Þá breyttist allt. Innra með mér sá ég strax eftir þessu. Ég hafði sagt F-orðið allt of oft þarna.“

Ferguson sparkaði þá í skó sem hafnaði í andliti Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×