Enski boltinn

Sterkur sigur hjá Brighton í fyrsta leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
María Þórisdóttir gekk í raðir Brighton í sumar
María Þórisdóttir gekk í raðir Brighton í sumar James Boardman

Brighton vann leik sinn gegn Everton í fyrstu umferð ensku kvenna-úrvalsdeildarinnar og Manchester United vann Aston Villa 2-1 á útivelli. 

Framherjinn Elisabeth Terland skoraði bæði mörk Brighton snemma í fyrri hálfleik. Það fyrra með skalla á 3. mínútu og seinna markið með hægri fótar skoti fyrir utan teig á 14. mínútu. Megan Finnigan minnkaði svo muninn fyrir Everton á 65. mínútu og heimakonur sóttu hart en það dugði ekki til. 

María Þórisdóttir spilaði allan leikinn í liði Brighton, hennar frumraun í keppnis-leik eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United í sumar. 

Brighton endaði í næstsíðasta sæti deildarinnar á síðasta tímabili, Reading varð fyrir neðan og féll fyrir Bristol sem komst upp um deild. Brighton liðinu er þó spáð töluvert betra gengi í ár, liðið hefur skipt um þjálfara og er að endurheimta leikmenn úr meiðslum.  

Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni: 

Aston Villa 1 - 2 Man United 

Everton 1 - 2 Brighton

Bristol 2 - 4 Leiceister

Arsenal 0 - 1 Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×