„Hef spilað leikinn síðan ég var sex ára“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2023 10:31 Magnús Árni Magnússon, eða Viruz, hefur spilað Counter-Strike í um 23 ár, en hann er 29 ára gamall." Magnús Árni Magnússon er leikmaður Breiðabliks í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Hann spilar undir nafninu Viruz, er menntaður hugbúnaðarverkfræðingur og starfar sem forritari. Magnús Árni spilaði Counter-Strike í fyrsta skipti þegar hann var sex ára, að eigin minni að minnsta kosti. Hann telur að útgáfan sem hann spilaði fyrst hafi verið Counter-Strike 1.3, en sá leikur var breytt útgáfa af Half-Life, sem er leikur sem kom út árið 1998. Magnús segist eiga margar minningar úr æsku þar sem hann spilaði leikinn af og til í heimsóknum en hann byrjaði þó ekki að spila leikinn af neinni alvöru fyrr en hann eignaðist sína fyrstu tölvu, þá tíu ára að aldri. Magnús spilaði þó fleiri leiki í æsku, en Counter-Strike segir hann þó alltaf hafa staðið upp úr. Hann segir sig hafa verið upp á sitt besta í leiknum á aldrinum 10-15 ára. Möguleikarnir á að bæta sig í leiknum, auka skilning á honum og fínpússa miðið heilluðu hann og fljótlega fór hann að bæta sig hratt í leiknum og varð einn sá besti á landinu. Eftir að hafa spilað leikinn á hæsta stigi í nokkur ár fékk Magnús hins vegar hálfgert leið á leiknum. Counter-Strike var settur á hilluna og aðrir leikir tóku hans stað. Gömul og ný andlit Eftir langa pásu byrjaði Magnús aftur að spila leikinn, þá orðinn 23 ára. Sjálfur segist hann ekki vera jafn góður í leiknum og hann var í gamla daga, en leikurinn og umhverfi hans hafa breyst. Þó fannst Magnúsi ekki erfitt að koma aftur inn í samfélag Counter-Strike spilara, enda mörg andlit þar sem hann kannast við. Breiðablik átti erfiða byrjun á tímabilinu, en þeir voru sigurlausir í fyrstu tveimur umferðum Ljósleiðaradeildarinnar og tóku sinn fyrsta sigur í síðustu umferð gegn Ten5ion. Aðspurður segir Magnús þó að liðsandinn hjá liðinu sé afar góður. Liðið er þó afar ungt, en sumir liðsfélagarnir hafa aðeins þekkt hvorn annan frá byrjun þessa tímabils. Liðsfélaga sína, Eyþór Atla Geirdal og Þorlák Mána Dagbjartsson, þekktir í leiknum sem wNkr og Furious, hefur Magnús þekkt lengi. Allir hafa þeir spilað Counter-Strike frá ungum aldri og þekkt hvorn annan gegnum samfélagið í leiknum. Þó sé allur gangur á því hversu vel hann þekki liðsfélagana, til dæmis kynntist hann Kristni Fannari Liljusyni, eða KiddiDisc0 eins og hann heitir í leiknum, aðeins rétt fyrir tímabil. „Allir eru jafnir og við hlustum mikið á hvorn annan“ Magnús segir mikinn jöfnuð ríkja innan liðsins og að enginn einn leikmaður sé fyrirfram skipulagður leiðtogi. Þó nefnir hann liðsfélaga sinn Karl Hólmar Clausen, eða Kalla, sem lokaatkvæði liðsins. Kalli spilar undir nafninu MiNideGreez og hefur að mati Magnúsar mest áhrif á leikmennina, en hann er duglegur að taka upp hanskann þegar erfitt er í leikjum. „Ef við erum þöglir milli lota eða það gengur illa í leiknum er Kalli alltaf fljótur að koma með game-plan. Það er rosa gott,“ segir Magnús Árni. Magnús segir að liðið sé enn í mótun og að enginn einn leikvangur sé þeirra uppáhalds, enda ekki ennþá búnir að finna hvar þeir séu góðir og hvar þeir séu slakir. Breiðablik tóku sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Anubis-leikvangnum, en Magnús segir að sá sé klárlega einn af þeirra uppáhalds. Finnur fyrir miklum stuðningi Magnús segir að mikil hreyfing hafi orðið á rafíþróttum á Íslandi. Þegar hann var upp á sitt besta í Counter-Strike og keppti á mörgum og stórum mótum fannst hann flestir sem hann þekkti líta á rafíþróttir sem eitthvað asnalegt. „Samfélagið og umræðan og allt þannig var að þetta var neikvætt. Rafíþróttir voru bara fyrir nörda sem áttu ekki vini. Í dag finnst mér félagslegi parturinn og hversu mikil keppni þetta er vera mun viðurkenndara í samfélaginu,“ segir Magnús Árni. Sjálfur segist Magnús finna fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu. Fjölskyldan hans er með hópspjall þar sem þau eru dugleg að minna hvort annað á að horfa og að vel sé tekið í það. Breiðablik situr í sjöunda sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir þrjár umferðir með einn sigur. Nálgast má stigatöfluna og leikjaprógram tímabilsins með því að smella hér. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn
Magnús Árni spilaði Counter-Strike í fyrsta skipti þegar hann var sex ára, að eigin minni að minnsta kosti. Hann telur að útgáfan sem hann spilaði fyrst hafi verið Counter-Strike 1.3, en sá leikur var breytt útgáfa af Half-Life, sem er leikur sem kom út árið 1998. Magnús segist eiga margar minningar úr æsku þar sem hann spilaði leikinn af og til í heimsóknum en hann byrjaði þó ekki að spila leikinn af neinni alvöru fyrr en hann eignaðist sína fyrstu tölvu, þá tíu ára að aldri. Magnús spilaði þó fleiri leiki í æsku, en Counter-Strike segir hann þó alltaf hafa staðið upp úr. Hann segir sig hafa verið upp á sitt besta í leiknum á aldrinum 10-15 ára. Möguleikarnir á að bæta sig í leiknum, auka skilning á honum og fínpússa miðið heilluðu hann og fljótlega fór hann að bæta sig hratt í leiknum og varð einn sá besti á landinu. Eftir að hafa spilað leikinn á hæsta stigi í nokkur ár fékk Magnús hins vegar hálfgert leið á leiknum. Counter-Strike var settur á hilluna og aðrir leikir tóku hans stað. Gömul og ný andlit Eftir langa pásu byrjaði Magnús aftur að spila leikinn, þá orðinn 23 ára. Sjálfur segist hann ekki vera jafn góður í leiknum og hann var í gamla daga, en leikurinn og umhverfi hans hafa breyst. Þó fannst Magnúsi ekki erfitt að koma aftur inn í samfélag Counter-Strike spilara, enda mörg andlit þar sem hann kannast við. Breiðablik átti erfiða byrjun á tímabilinu, en þeir voru sigurlausir í fyrstu tveimur umferðum Ljósleiðaradeildarinnar og tóku sinn fyrsta sigur í síðustu umferð gegn Ten5ion. Aðspurður segir Magnús þó að liðsandinn hjá liðinu sé afar góður. Liðið er þó afar ungt, en sumir liðsfélagarnir hafa aðeins þekkt hvorn annan frá byrjun þessa tímabils. Liðsfélaga sína, Eyþór Atla Geirdal og Þorlák Mána Dagbjartsson, þekktir í leiknum sem wNkr og Furious, hefur Magnús þekkt lengi. Allir hafa þeir spilað Counter-Strike frá ungum aldri og þekkt hvorn annan gegnum samfélagið í leiknum. Þó sé allur gangur á því hversu vel hann þekki liðsfélagana, til dæmis kynntist hann Kristni Fannari Liljusyni, eða KiddiDisc0 eins og hann heitir í leiknum, aðeins rétt fyrir tímabil. „Allir eru jafnir og við hlustum mikið á hvorn annan“ Magnús segir mikinn jöfnuð ríkja innan liðsins og að enginn einn leikmaður sé fyrirfram skipulagður leiðtogi. Þó nefnir hann liðsfélaga sinn Karl Hólmar Clausen, eða Kalla, sem lokaatkvæði liðsins. Kalli spilar undir nafninu MiNideGreez og hefur að mati Magnúsar mest áhrif á leikmennina, en hann er duglegur að taka upp hanskann þegar erfitt er í leikjum. „Ef við erum þöglir milli lota eða það gengur illa í leiknum er Kalli alltaf fljótur að koma með game-plan. Það er rosa gott,“ segir Magnús Árni. Magnús segir að liðið sé enn í mótun og að enginn einn leikvangur sé þeirra uppáhalds, enda ekki ennþá búnir að finna hvar þeir séu góðir og hvar þeir séu slakir. Breiðablik tóku sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Anubis-leikvangnum, en Magnús segir að sá sé klárlega einn af þeirra uppáhalds. Finnur fyrir miklum stuðningi Magnús segir að mikil hreyfing hafi orðið á rafíþróttum á Íslandi. Þegar hann var upp á sitt besta í Counter-Strike og keppti á mörgum og stórum mótum fannst hann flestir sem hann þekkti líta á rafíþróttir sem eitthvað asnalegt. „Samfélagið og umræðan og allt þannig var að þetta var neikvætt. Rafíþróttir voru bara fyrir nörda sem áttu ekki vini. Í dag finnst mér félagslegi parturinn og hversu mikil keppni þetta er vera mun viðurkenndara í samfélaginu,“ segir Magnús Árni. Sjálfur segist Magnús finna fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu. Fjölskyldan hans er með hópspjall þar sem þau eru dugleg að minna hvort annað á að horfa og að vel sé tekið í það. Breiðablik situr í sjöunda sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir þrjár umferðir með einn sigur. Nálgast má stigatöfluna og leikjaprógram tímabilsins með því að smella hér.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn