Meistararnir sáu aldrei til sólar og eru enn án stiga Snorri Már Vagnsson skrifar 28. september 2023 22:01 Ríkjandi meistarar Atlantic máttu þola stórt tap er liðið mætti Þór í þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Leikurinn fór fram á Overpass og var þar með fyrsti leikurinn þar á tímabilinu. Þórsarar tóku hnífalotu leiksins og völdu að byrja í vörn. Í skammbyssulotu fyrri hálfleiks áttu Þórsarar fína endurtöku á A-svæði Overpass og tóku fyrstu lotuna. Þórsarar voru heldur betur í gír í byrjun leiks og tóku fyrstu fjórar lotur leiksins. Eftir mistök hjá Allee, leikmanni Þórsara, náði Atlantic að vinna sína fyrstu lotu og koma miklum efnahagsskaða á Þórsara. Þórsarar létu það þó ekki á sig fá, enda virtist allt í leiknum falla Þórsurum í hag. Lotu eftir lotu gerðu Þórsarar allt rétt þrátt fyrir að Atlantic væri að komast inn á sprengjusvæði og náðu að planta henni margsinnis. Þórsarar tóku leikinn alveg í eigin hendur og sigruðu hvorki meira né minna átta lotur í röð, staðan þá orðin 12-1. Atlantic var heldur betur fjarri góðu gamni í fyrri hálfleik, þó svo að Overpass sé almennt talið hentugra til að spila vörn á heldur en sókn. Staðan í hálfleik: 13-2 Atlantic þurfti heldur betur að byrja seinni hálfleik vel til að eiga séns á að taka eitthvað úr leiknum. Hugo, leikmaður Atlantic sá til þess þegar honum tókst að fella Þórsara á sprengjusvæði B og aftengja sprengjuna. Þrátt fyrir að taka skammbyssulotu seinni hálfleiks náðu þeir aldrei tánum þar sem Þórsarar höfðu hælana og einstaklega sannfærandi sigur Þórsara var þar með í höfn. Lokatölur: 16-3 Þórsarar eru því komnir með sinn annan sigur á tímabilinu en Stórmeistarar í Atlantic eru enn á botni deildarinnar, án stiga. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn
Leikurinn fór fram á Overpass og var þar með fyrsti leikurinn þar á tímabilinu. Þórsarar tóku hnífalotu leiksins og völdu að byrja í vörn. Í skammbyssulotu fyrri hálfleiks áttu Þórsarar fína endurtöku á A-svæði Overpass og tóku fyrstu lotuna. Þórsarar voru heldur betur í gír í byrjun leiks og tóku fyrstu fjórar lotur leiksins. Eftir mistök hjá Allee, leikmanni Þórsara, náði Atlantic að vinna sína fyrstu lotu og koma miklum efnahagsskaða á Þórsara. Þórsarar létu það þó ekki á sig fá, enda virtist allt í leiknum falla Þórsurum í hag. Lotu eftir lotu gerðu Þórsarar allt rétt þrátt fyrir að Atlantic væri að komast inn á sprengjusvæði og náðu að planta henni margsinnis. Þórsarar tóku leikinn alveg í eigin hendur og sigruðu hvorki meira né minna átta lotur í röð, staðan þá orðin 12-1. Atlantic var heldur betur fjarri góðu gamni í fyrri hálfleik, þó svo að Overpass sé almennt talið hentugra til að spila vörn á heldur en sókn. Staðan í hálfleik: 13-2 Atlantic þurfti heldur betur að byrja seinni hálfleik vel til að eiga séns á að taka eitthvað úr leiknum. Hugo, leikmaður Atlantic sá til þess þegar honum tókst að fella Þórsara á sprengjusvæði B og aftengja sprengjuna. Þrátt fyrir að taka skammbyssulotu seinni hálfleiks náðu þeir aldrei tánum þar sem Þórsarar höfðu hælana og einstaklega sannfærandi sigur Þórsara var þar með í höfn. Lokatölur: 16-3 Þórsarar eru því komnir með sinn annan sigur á tímabilinu en Stórmeistarar í Atlantic eru enn á botni deildarinnar, án stiga.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn