Breiðablik batt enda á sigurgöngu Ten5ion Snorri Már Vagnsson skrifar 26. september 2023 22:36 Breiðablik varð fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Ten5ion er liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti
Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti